Misskilningur ársins
Ég hef misskilið orðið tojtoj í þónokkuð langan tíma. Samt er þetta eiginlega ekki orð en ég misskildi það samt. Þannig er mál með vexti, að ég hélt alltaf að þetta væri svona ,,montorð", sem sagt að það væri notað þegar að fólk væri að monta sig og myndi setja upp svona grobbsvip og segja svo ,,Tojtoj!" En á laugardaginn fyrir kammersveitartónleika, skildi ég ekkert í því af hverju í ösköpunum fólk var að öskra tojtoj sín á milli. Þetta var nú kannski ekki beint tíminn til að vera að monta sig. En svo prófaði ég að leggja saman tvo og tvo: tónleikar, fólk að fara að spila, þeim á að ganga vel. Þá þýðir tojtoj það sama og gangi þér vel! Ég er svo mikill illi, hef verið segja þetta við fólk sem verður mér á vegi en svo bara... hef ég ekkert vitað hvað ég var að segja. Svona er bara lífið, eitt tojtoj.
þriðjudagur, desember 14, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli