Hvað er fyndnast?
1. Að vera stungin/n af býflugu.
2. Það er strákur að vinna með mér sem heitir Þór og er í Krossinum.
3. Að eiga börn sem heita Högni og Læða.
4. Að taka 2 hrífur, binda þær saman svo þær myndi kross og leika svo krossfestingu Krists á miðju hringtorgi.
5. Systur minni finnst allt vera bútasaumsteppi.
6. South Park þátturinn þar sem hönd Cartmans breytist í Jennifer Lopez og Ben Affleck verður ástfanginn af höndinni.
7. Að gefa vinum sínum karlkyns g-streng með glimmer.
8. Engisprettubrandarar.
9. Að kýla fólk í hnakkann.
10. Gamall kall er að labba og sér svo hrúgu af unglingum í skærgulum vestum á víðavangi. Hann hugsar með sér: ,,Djöfulsins helvítis letibykkjur alltaf hreint í þessari bæjarvinnu! Hrumf!" Svo voru unglingarnir bara dauðir allan tímann!
11. Að lita augabrúnir móður sinnar óvart með ónýtum lit og augabrúnirnar verða bláar.
þriðjudagur, júlí 27, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli