Tímamót
Um daginn gerði ég það sem ég hef ætlað að gera í langan tíma, ég horfði á Pulp Fiction í fyrsta skipti á ævinni. Margir hafa hneykslast á Pulp Fiction-leysi mínu enda er það skiljanlegt, myndin er nú 10 ára gömul. Ég og góðvinur minn sem hafði ekki heldur séð myndina, skelltum okkur fyrir framan imbann og horfðum á subbulegu dýrðina í allri sinni mynd. Það versta var að myndin var með dönskum texta sem truflaði afar mikið, aðallega sökum lélegra þýðinga. Hér komu nokkur dæmi:
My man = Fars niggerson
Fuck off = Fis af
The show must go on = Showen kontinuer
Svo nennti ég ekki að pæla í þessu lengur. En þetta var góð mynd og merkilegt að margir af leikurunum í myndinni leika í framhaldi myndarinnar Get Shorty, sem hefur fengið nafnið Be Cool. Merkilegt. Núna á ég bara eftir að horfa á The Big Lebowski, Grease, Jaws og Rambo.
Uppáhalssetningin mín: Zed is dead
föstudagur, desember 17, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli