sunnudagur, desember 19, 2004

Súra kvöld

indíd. Byrjaði með vinnu. Mikið að gera, mikið af fólki kom sem ég þekkti og fólk sem ég vildi ekki þekkja en gerði það samt. Missti flösku en hún brotnaði. Ekki. Haha. Blés svo fast á kerti að ég fékk vax framan í mig. Ái það var vont. Afgreiddi mann frá Finnlandi sem hét Bösse. Haha, þá fór ég að hlæja. Afgreiddi líka mann úr Vesturbænum sem hét Kristinn. Haha, þá fór ég að hlæja. Eftir vinnu kíkti fólkið á Svarta kaffi. Allir átu kjöt og þeir drukku öl og þeir skemmtu sér mjög vel. Nema ég af því að ég var bílandi. Á Laugarveginum var margt um manninn. Ég og fulla samferðakona mín pikkuðum upp blindfulla frænku mína og enn fyllri vinkonu hennar og skutluðum þeim á Devitos. Hún kom með rosalega góða línu: ,,Ég er ekki þú og þú ert ekki ég" Fréttir! Haha. Fulla samferðakona mín tók upp á því að tala við alla stráka sem á vegi okkar urðu. Hún gekk í eitt skipti svo langt að gefa unglömbum úr MS númerið sitt svo að þeir gætu hringt þegar við áttum að skutla þeim heim. Nóvei Hósei! Fengum okkur svo pölsu á Aktu taktu. Fórum annan Laugarveg. Keyrðum framhjá Rex og öskruðum á fólkið þar: Rex pex! Fólkið tók vel í það. Á leiðinni heim hringdu svo greyið MS-ingarnir og af því að ég hef gott og stabílt hjarta þá gat ég ekki annað en skutlað kjánunum heim. Svo komst ég að því að þeir eru bara allir að fara til Mexíkó eins og ég. Lítll heimur. Þeir voru 4 aftur í og viti menn, við mættum löggunni. En sá minnsti var ekki lengi að kúra sig ofan í klof vinar síns þannig að ég slapp við sektina í það skiptið. Komst að því að það að skutla heim er ágætt pikköpp lína því að ég held að þeir allir séu með númerið mitt. hoho. Fékk svo sms þegar ég kom heim eftir læti móður minnar yfir seinkomu minni. ,,Við skuldum þér far. Þú ert live-saver" Ég svaraði til baka: ,,Haha, ég á heima í Hafnarfirði þannig að ég mun pottþétt nýta mér farið. Svo er Live-saver nammi."
Súra kvöld, ójá.

Þarna sjáið þið hvað það væri leiðinlegt ef allar færslur væru um mitt daglega líf. Seiseijú.

Engin ummæli: