Lög sem koma mér og þér í gott skap:
- That Thing You Do ~ The Wonders: Þetta lag fær mig til að bresta í söng og læra textann utan að. Það er líka bara eitthvað gamalt við það sem lætur mann fá fiðring í kroppinn og byrja að tvista. Þetta lag er eina ásæðan fyrir því að horfði á samnefnda mynd því að hún var léleg mynd en með góðu lagi. Í hvert skipti sem ég kveiki á tölvunni, spila ég þetta lag og hver er útkoman? Glöð Særún.
- Supertramp ~ Logical Song: Þótt að það byrji frekar hægt, látið það ekki blekkja ykkur. Það verður nefnilega seinna grípandi, það grípandi að mig og ykkur langar hreinlega að öskra. Sérstaklega þegar það kemur fyrst eitt klapp og svo tvö klöpp. Þá er góða skapið komið. Saxófónsólóið er líka allsvakalegt og engilmjúk rödd söngmannsins nær að bræða allar frystikistur landsins.
- Blister in The Sun ~ Violent Femmes: Þetta lag fær mig til að dansa Stuðmannadansinn. Þarf að segja meira? Svo eru frunsur á sólinni alltaf mikið gleðiefni.
- Intergalactic ~ Beastie Boys: Þessi óður fær mig til að dansa róbótinn. Það versta er að ég á ekki stróbljós því þá væri allt fullkomið. Svo er líka gaman að dansa hliðar saman hliðar, gera orminn eða dansa Egyptann.
Framhald síðar... stei tjúnd!
þriðjudagur, september 14, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli