laugardagur, september 18, 2004

Sagan um Öskubusku - í grófum dráttum*

Stjúpsystrum Öskubusku er boðið á dansleik í kastalanum. ,,Burstaðu hárið á mér!" segir önnur. ,,Fáðu mér ilmvatnsglasið!" segir önnur. Þær eru báðar hrokafullar. ,,Vertu róleg, Öskubuska!" segir álfkonan góða. ,,Þú ferð á dansleikinn. Hókuspókus! En mundu, að álögin verða búin á miðnætti." Í kastalanum er Öskubuska fegurst allra. Stjúpsysturnar horfa á hana með öfund, þegar hún dansar við prinsinn allt kvöldið. ,,Dong! Dong! Dong!" Klukkan slær tólf á miðnætti og Öskubuska tekur á sprett heim. Þegar hún hleypur niður stigann, missir hún annan glerskóinn. ,,Sú unga stúlka sem kemst í þennan skó, verður konan mín!" tilkynnir prinsinn. Öskubuska ein kemst í skóinn. ,,Þú verður brúður mín!" segir prinsinn. Punktur

* þetta orðalag hef ég aldrei skilið. Grófur... dráttur. Hmm

Engin ummæli: