Nú er þessi blessaða embættismannaferð á enda. Hún er nú afar móðukennd verð ég að segja. Þegar ótakmarkað áfengi er í boði, þá er lítið sem stoppar mann nema kannski ef upptakarinn týnist. Ótrúlegt en satt, þá fór ég aldrei á trúnó heldur fékk annað fólk til að fara á trúnó við mig. En það sem sagt var varð eftir í félagsheimilinu Dreng aðallega sökum gleymsku. Það mætti segja að allt hafi gengið á afturfótunum í þessari ferð. Til að byrja með var rútan allt of lítil og skottið opnaðist á miðri leið. Sem betur fer hentist bjórinn ekki út. Svo þegar það var verið að afferma rútuna fauk það sem ég hélt að væri dýnan mín og ég hljóp eins og elding út í myrkrið á eftir henni. Ég datt. Svo fann ég loksins dýnuna en svo var þetta bara ekki dýnan mín. Um nóttina var svo svefnpokanum mínum stolið af mér og hef ekki ennþá komist að því hver sökudólgurinn er. Svo um morguninn fann ég hann aftur og þá var hann allur rifinn. Mig langar ekki að vita hvað var gert við hann eða í honum um nóttina og ætla ég að brenna hann. Ég vaknaði með kúlu á hausnum, risastóran marblett á rassinum og er öll útklóruð til blóðs á bakinu. Gaman væri að fá að vita orsökina, sérstaklega á klórinu. Einnig var hægri hendi mín öll útötuð í einhverju svörtu, örugglega olíu. Ég ætla að fá mér þynnkumat.
Sorrí Erla að ég beilaði á æfingunni í morgun.
laugardagur, nóvember 06, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli