miðvikudagur, desember 22, 2004

Bland í poka

Niðurstöður úr könnun jóla eru komnar í hús. Fólk er almennt sammála mér um að það eigi að vera jólatrjáasala. Nú er ég ánægð. Þess vegna ætla ég að starta smá kyndilför um höfuðborgarsvæðið og annaðhvort brenna öll jólatrésala- og jólatréssalaskilti eða krota yfir jólatrésala og jólatréssala og setja jólatrjáasala í staðinn. Umsóknareyðublöð fást í Smáralind undir rúllustiganum í Debenhams.

Einkunnir eru einnig komnar í hús. Fékk 10 í stærðfræði! Og í skólasókn reyndar líka. 9 í spænsku. 8 í íslensku eftir að hafa lesið Njálu deginum áður. Svo bara áttur og sjöur. Fékk svo rosalega lélega einkunn í leikfimi sem ég vissi ekki að væri hægt að fá í því fagi en ég tek hana bara ekkert með af því að það er ekki bóklegt fag. Og hana nú!

Fór í jólagjafaleiðangur áðan. Keypti Valtýr prumpuhund á alla línuna. Jæja, þá er ég búin að eyðileggja spennuna fyrir nokkrum.

Vá hvað það skulda mér margir pening og bjór. Það er svolítið óþægileg tilfinning af því að samkvæmt mínum útreikningum er þetta 5200 krónur og ein kippa af Thule. Farið svo að borga mér krakkafífl því að ég er ekki búin til úr peningum. Jólaandinn svífur hreinlega yfir mér.

Engin ummæli: