mánudagur, ágúst 30, 2004

Skyldmenni

hlaðast upp í Lærða skólanum. Nú á ég 3 frændur sem ég vissi ekki einu sinni að væru til fyrr en nú. Jú ég vissi svo sem alveg um tilvist þeirra sumra en ekki að í æðum okkar rynni sama Vestfjarðarblóðið. Tveir af þeim eru meira að segja í sama bekknum. Er það ekki tilviljun? Svo sannarlega. Ég efa samt að þeir taki vel í það að ég kalli þá alltaf frænda en það má nú við hátíðleg tækifæri. Núna má ég alveg finna nokkrar frænkur í skólanum svo að þetta verði nú jafnt. En þegar móðir mín komst að skyldleika míns og nýjasta nýja-frændans í gær, spurði hún hvort ég væri nú búin að "digga við hann." Það tók mig svolítinn tíma að átta mig á þessu en þegar ég það gerði, varð mér um og ó. Svo sagði hún að ég mætti alls ekki "digga við hann" í framtíðinni því það væri ógeðslega. Mamma, þú ert skrítin skrúfa.

Hvernig líst fólkinu svo á nýju kaldhæðnu yfirskriftina? Er hún inn eða út?

Engin ummæli: