mánudagur, september 06, 2004

Túr -viðkvæmir aumingjar skulu hætta að lesa hérna-

Það er nú mesta óþarfa drasl sem ég veit um. Hélt Guð að hann væri að gera okkur einhvern greiða þegar hann gaf okkur tvíbrystingunum* þessa "gjöf?" Ég hlakka bara til að byrja á breytingarskeiðinu og losna við þennan fjanda fyrir fullt og allt. Þetta hefur bara verið mér til trafala og hefur ekki gert mér neitt gott. Tökum dæmi um þau augnablik þar sem ég hef byrjað á túr:

- í flugvél
- í sumarbúðum
- á litlu jólunum í grunnskóla
- í skólanum (ég hætti að telja eftir 30 skipti)
- í leikfimi
- á ströndinni
- á balli
- í reiðtúr
- skólaferðalagi

og svona gæti ég lengi talið. Versta tilfellið var þó núna um helgina og er það svo slæmt að siðgæðiseftirlit Íslands myndi fara yfir um og setja mig á svartan lista ef það myndi lesa það hér. Og svo hef ég bara engan áhuga á að segja frá því, því þetta var eitt vandræðalegasta augnablik í lífi mínu og voru þau nú ansi mörg fyrir. Ég varð bara að koma þessu frá mér, þið verðið að afsaka dónaskapinn og klígjuna sem hlýtur af hafa hríslað um líkama ykkar. En svona er nú bara kvennaheimur - helvíti!

AMEN!

* konur. Ég bjó þetta orð til, nema að einhver hafi verið á undan mér.

Engin ummæli: