Lagið fasta
Lag hef ég verið með á heilanum nú í nokkra daga eftir miklar umræður í 5.A um Útvarp Sögu 94,3 en það var ein af útvarpsstöðvunum sem ég náði hvað best í vinnunni og voru þær nú ekki margar. Í asnaskap mínum byrjaði ég að koma með nokkur dæmi eins og Ég er frjáls, Ástin er eins og segulstál og jafnframt það lag sem hefur verið fast í hausnum á mér í þónokkurn tíma. En sem betur fer er það hið hressasta lag og kemst ég alltaf í partýmúdið við það að heyra það. Það er ritað svona:
Eyjólfur hressist
Sjá þarna er fögur freyja, la, la, la.
Fús ég, skal hennar vegna deyja, la, la, la,
í bardaga við dreka fjóra, fimm,
sjá frækinn sigur veitist mér.
Þá systur mínar æpa, Eyjólfur,
æ góði besti gættu nú að þér.
Tra, la, la, la, la, la, la, la, la,
la, la, la, la, la, la, la, la,
la, la, la, la,
la, la, la, la, la.
Beyg hef, ef vill mig konan þýðast, la, la, la
hverfa mun, strax lífið yndis þýðast, la, la, la
jafnt okkur báðum það ég segi satt
þá sannast mundi hver ég er
Þá systur mínar æpa, Eyjólfur,
æ góði besti gættu nú að þér.
Tra, la, la, la, la, la, la, la, la,
la, la, la, la, la, la, la, la,
la, la, la, la,
la, la, la, la, la.
Hve sæll, ég skyldi rækta henni rósakvist (rósakvist)
rauðar, ef ég þá fengi varir hennar kysst.
Dyr myndur opnast inn í draumaheim
djúp yrði sælukenndin mér.
Þær kyrja einum rómi, Eyjólfur,
æ góði besti gættu nú að þér.
En hún, mér framhjá stöðugt strunsar, la, la, la
Stolt kleyf, og varir mínar hunsar, la, la, la,
Vonleysið grefur sig í geð og sál,
en glaðna yfir tíðum fer.
Þá systur mínar æpa, Eyjólfur,
æ góði besti gættu nú að þér.
Tra, la, la, la, la, la, la, la, la,
la, la, la, la, Eyjólfur,
já orðinn hress
og hefur gáð að sér
Tra, la, la, la, la, la, la, la, la,
la, la, la, la, Eyjólfur,
já orðinn hress
og gáði loks að sér.
laugardagur, september 11, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli