laugardagur, apríl 30, 2005

Ég fékk símtal í morgun kl. 8:55

Björk: "Hvar ertu?"
Ég: "U heima"
Björk: "Ætlarðu ekki að koma í próf?"
Ég: "Jú kl. 1"
Björk: "Það er kl. 9"
Ég: "Aaaaaaaaa!"

Komið með byssu því ég ætla að skjóta mig. Það er góð ástæða fyrir því: heimska mín. En ég meina, það hljóta allir að hafa misreiknað sig á ævinni. Líta á blað þar sem stendur 9-10:30 en sjá 13-14:30. Það er nú bara mannlegt því mannsaugað er skondið og óútreiknanlegt fyrirbæri. En ég varð glaðari þegar ég frétti að ég var ekki sú eina sem gerði þessi mistök, heldur gerði nýuppgötvaði fjórmenningur minn þetta líka. Þetta er því í ættinni og ég get andað rólegar því þetta bara hlýtur að vera læknandi með pillum eða skurðaðgerð. En sjúkrapróf er það heillin og ekki þýðir að gráta það. Þið megið því sleppa að koma með byssuna því prófið verður massað í óæðri endann.

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Ég er löt

og þess vegna fór ég á Íslendingabók til að gá hvort ég væri náskyld einhverjum í bekknum mínum. Ég gerði margar merkilegar uppgötvanir:

- Íslendingabók er til!
- ég á einn fjórmenning í bekknum en það er Guðný Pálsdóttir. Jasveisvei!
- á tvo sexmenninga en það eru Haukur og Þura. Greinilegt hvaðan við fáum kjánalætin.
- sjömenningarnir eru 10, áttmenningar eru 4 og nímenningarnir eru þrír. Það eru þær Vala, Hildur og Erna. Geta þær því andað léttar.
- ég átti frænku sem hét Rósinkransa

Af því að ég er svo löt þá nenni ég ekki að gá með fleiri. Ég var líka að fá sumarvinnu áðan þannig að ég nenni ekki neinu í dag.

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Nýjasta nýtt!

Trópíar fljúga og það er vond lykt af appelsínusafamarineruðum sokkum. Komst að því eftir afar skondið atvik sem átti sér stað í skólanum í dag. Þetta byrjaði allt með því að ég varð þyrst. Bað Guðnýju um að koma með mér að kaupa Trópí og það gerði hún elskan. Á leiðinni í stofuna sagði hún mér bolauppflettingarsögu með hreyfingum og öllu. Ein hreyfing var svo rosaleg að full trópífernan mín flaug fram fyrir mig með stórri gusu og á bakið á stelpu sem var að labba fyrir framan okkur. Og viti menn, allir í kring urðu blautir... nema Guðný. Og við urðum að þurrka slatta af trópí upp úr stiganum og margir héldu að við hefðum pissað í stigann. Æi þetta var svo gaman en samt ekki.

Fór í fótbolta með strákunum í leikfimi. Ég og Erna vorum einu konurnar með brjóst sem þorðu að vera með. Enginn gaf á mig en það er svo sem mér að kenna. Ég hefði auvitað átt að draga fram gjallarhornið úr rassvasanum og tilkynna öllum að einu sinni varð ég Íslandsmeistari í fótbolta. Ég á meira að segja ennþá fótboltaskóna og kemst ennþá í þá. En það eina sem gildir er að vera með. Jújú segi það bara.

Stærðfræðikennarinn minn var með gat á rassinum á buxunum sínum. Öllum fannst ég ógeðsleg fyrir að hafa tekið eftir því. Þau sjálf geta verið ógeðsleg. Kristján sendi mér meira að segja miða þar sem stóð að ég væri ógeðsleg. Kristján getur sjálfur verið ógeðslegur. Allir eru ógeðslegir.

Fór í þýskt munnlegt próf í dag. Ég og Móa vorum að gera góða hluti en ég fékk ekki að segja eðalsetningar eins og: "Ich habe einen Reiseführer in meinem Gummistiefel" og "Mein E-mail ist hotstud@gmx.de. Ich bin ein heisser Pferd!" En þær bíða betri tíma. Gætu virkað vel sem pikköpplínur.



Googlaði hot stud og fékk þetta. Eins og Þjóðverjarnir myndu segja: "Ich bin einverstanden!"

sunnudagur, apríl 24, 2005

Nýja tölvan á heimilinu

Bráðum kemur á heimilið þessi glæsilegi tölvugripur:



Hún er ekki aðeins með Mikka mús-mús, (haha!) heldur líka með allt þetta:

Intel Celeron D Processor 330
ATI RADEON 9100 PRO skjákort
14,1 TFT Skjár
40Gb Harður Diskur
256mb DDR vinsluminni
DVD drif og skrifari sambyggt drif
Mús og teiknipenni sérstaklega hannaðir fyrir börn

Mig hefur líka alltaf langað í tölvu með eyru.

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Pæliðíðí

- að heita Kara og vera mella.
- að vera í fermingu hjá Öskjuhlíðaskóla og lögin Djúp og breið og Lóan er komin eru sungin í athöfninni.
- að vera í fermingarveislu, vera svo kölluð upp og beðin um að syngja Í bljúgri bæn við nýjan texta fyrir 150 manns.
- að æfa kynlífsstellingar með vini þínum.
- að pissa í bóner.
- að pæla rosalega mikið í því og vita ekkert hvað því er, annað en þágufall af ábendingarfornafninu það.



Halló, ég heiti Kara og er mella

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Monní monní monní!

Vil bara byrja á því að segja að síðastliðnu dagar hafa verið afar skrýtnir, bæði góðir og slæmir. En þegar þeir hafa verið hvað slæmir hef ég alltaf fengið góða huggun. Það er gott að eiga góðan að. En vonandi eru slæmu dagarnir historí.

Hér sit ég með alla verðlaunapeningana mína um hálsinn sem ég fann ofan í pappakassa. Ég fann ekki hálsinn ofan í pappakassa, heldur peningana. Þeir samanstanda af fimleika-, fótbolta- og Kvennahlaupsverðlaunapeningum. Já og svo stór bikar en því miður get ég ekki haft hann um hálsinn. En það má alltaf prófa. Nei það gegnur ekki, hann dettur bara niður á gólf og á tær.
Fimleikapeningarnir eru fimm, þrír eru úr gulli, einn silfur og einn brons. Gullpeningana fékk ég alla á Bjarkarmóti fyrir einstök áhöld: tvíslá, jafnvægisslá og gólfæfingar. Bikarinn var svo fyrir samanlagðan árangur. Silfurpeninginn fékk ég víst á einhverju móti hjá Gerplu og bronspeninginn fékk ég á Ponsumóti sem er sameiginlegt mót Bjarkanna, Stjörnunnar og Keflavíkur. Svo var alltaf svo fyndið að pomsa á rassinn á ponsumóti. Haha! Hér kemur einn fimleikabrandari sem var afar fyndinn á sínum tíma:

Einleikar, tveirleikar, þrírleikar, fjórleikar, fimmleikar!

Og svo hlógu allir dátt. Ég sé ekki eftir því að hafa hætt í fimleikum. Það er ekkert líf fyrir 11 ára gamalt barn að vera 5x í viku á æfingu 2-3 tíma í senn og í þokkabót að vera með rússneskan þjálfara sem bannar öllum að gráta. Ofan á það bættust svo tímar hjá sjúkraþjálfa 3x í viku af því að ég fékk svo mikla vöðvabólgu af þessum æfingum. Já krakkar, tónlistin er að blíva. Það er líka erfitt að meiða sig við að spila tónlist. Tja nema ef maður dettur í skrúðgöngu, þá er voðinn vís.

Fótboltapeninginn fékk ég hinsvegar á Íslandsmeistaramóti. Já ég er Íslandsmeistari í fótbolta, skoraði meira að segja mark í úrslitaleiknum. Ég kem sífellt á óvart.

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Nokkrar bráðskemmtilegar staðreyndir um grímuballið:

- ég var klædd sem banani í náttfötum (Bananas in pyjamas. Takk fyrir lánið á búningnum Erla.)
- mér var heitt
- í fyrirpartýinu hjá Hauki var ég alltaf að slá fólk með dagblaðafylltum bananahausnum. Gerði það einu sinni við Abbadorinn og hann varð fúríús. Ætlaði bara í mig! En auðvitað kýldi ég hann bara í punginn.
- af því að ég var B1 þá vantaði mig vitaskuld B2. Ekki dó ég ráðalaus heldur teiknaði andlit á alvöru banana og talaði við hann allt kvöldið og svo sungum við saman titillag þáttanna við mikinn fögnuð viðstaddra. En hann týndist og er einhvers staðar grátandi undir stól hjá Hauki.
- í fyrirpartýinu var ég að sms-ast og ég þurfti prófarkalesara til að fara yfir sms-ið áður en ég sendi það. Man ekki einu sinni hvað stóð í því.
- í fyrirpartýinu settist ég óvart á typpið á Hrafnkeli. Sorrí!
- á ballinu duttum við Valdís á klósettinu og hún vaknaði með riiiiiisastóran marblett á lærinu. Obbosí!
- ég týndi úlpunni minni svona 5 sinnum á ballinu.
- týndi líka húslyklinum mínum og fékk þá snilldarhugmynd að prófa að hringja í lykilinn. Mér var bent á að það væri ekki góð hugmynd.
- ég hélt að ég myndi pottþétt vinna búningakeppnina en nei, ekki svo ég viti.
- rosalega verður maður ringlaður á Pravda.
- ég gat ekki átt í alvarlegum samræðum við neinn þetta kvöld... enda var ég banani. Fólk tekur ekki mark á okkur.
- Guðnýju var hent út úr leigubílnum á leiðinni heim.
- af því að ég var lyklalaus varð ég að banka og mamma var greinilega búin að gleyma því að ég var í bananabúning þannig að henni brá bara þegar hún opnaði. Skrýtið!
- í dag er ég bara helvíti hress þrátt fyrir hælsæri.

Latínupróf á morgun! Jíha!

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Gaman!

Ég var að keyra á sunnudaginn og mætti ég þá ekki frú Þorgerði menntamálaráðherra skokkandi í þröngum hlaupagalla í götunni minni. Og það skemmtilega er að það voru einmitt kassi af eggjum í farþegasætinu þar sem ég var úti í búð að kaupa þau fyrir mömmu. Var Guð að senda mér merki? Voru eggin ætluð smettinu hennar? Þegar ég var búin að hugsa svo langt, vippaði Þorgerður sér framhjá mér og það kom reikur útúr bossanum hennar. Ég mun ná henni næst!



"I'm the devil!"

sunnudagur, apríl 10, 2005

Fepermiping

Nú er hún yfirstaðin. Þetta var bara hin ágætasta ferming. Ég fékk fullt af hrósum, þá aðallega fyrir fallegt hár en gaman er að minnast á það að ég er orðin hálfstutthærð, tja allavega miðað við það sem ég var. Fór til "læknis" í spænskutíma og kom til baka með miklu minni lubba. En hitt hrósið fékk ég 6 sinnum. (Já ég taldi) Ég fékk það mikilvæga og erfiða hlutverk að passa lítinn frænda minn og fékk oft að heyra það hvað þetta færi mér vel. Konan ekki parsátt með það en það byrjaði að venjast.
Einnig gerði ég mig að fífli. Ég og Sjöbba frænka mín vorum að tala um fermingagreiðslurnar okkar og hneykslast á því hvað þær voru ljótar. Og auðvitað stóð konan sem gerði mína greiðslu við hliðina á mér að fá sér kók. Bara ef það væri til munnrennilás.
Gjafaflóðið var mikið og er það greinilegt að fjölskyldumeðlimir eru ríkari nú en fyrir 5 árum þegar ég fermdist. Harpa er búin að lofa mér að kaupa i-podd sem ég fæ svo lánaðan. Athyglisvert hvað hún fékk mikið af skartgripum miðað við mig. Ég fékk einn hring en hún fimm. En ekki þýðir að fussa yfir því.
Hannes Portner mætti galvaskur í ferminguna að vanda. Honum var boðið fyrir 2 árum þannig að það er ekki furða að hann er búinn að vera eitthvað fúll síðastliðnu árin, búinn að bíða svo lengi. En hérna kemur ástæðan fyrir því að honum var boðið:

Hannes á konu
Kona Hannesar á bróður
Bróðir konu Hannesar á konu
Kona bróður konu Hannesar á systur
Systir konu bróður konu Hannesar er mamma mín

Svona einfalt er það!

Þýskupróf á morgun og ég er skrúd.

laugardagur, apríl 09, 2005

Leti

Henni nenni ég ekki.

Frétti að ég var kosin í tímavörðinn og í Loka Laufeyjar. Það voru ágætis fréttir. Takk fyrir atkvæðin krakkar! Það verður mikið að gera á næsta skólaári. Rosa asnó að mæta ekki á kosningavökuna en ég var bara að spila á tónleikum. Svo fór ég á árshátíð hjá lúðrasveitinni Svanur. Það var nú meira ruglið.
Ferming hjá örverpinu á morgun. Dagurinn fer því í það að skræla kartöflur og gulrætur því það verður gúllassúpa í matinn. Í gær bakaði ég svo brauðstangir. Ó hvað þær eru góðar.

sunnudagur, apríl 03, 2005

Mammamía

Móðir mín er svo sniðug. Hún finnur upp á nýyrðum jafn ört og hún finnur nýtt rykkusk undir rúminu mínu.

Júlluberari: það sama og brjóstahaldari.
Almannagjá: það sama og brjóstaskora. Hún fékk hugdettuna á þessu þegar hún var að skoða fjölskyldumyndirnar og sá að brjóstaskoran mín var rosalega áberandi. Kallið mig því Almannagjá hér eftir.
Pippskegg: það sama og skapahár. Algeng setning móður minnar þegar ég kem heim með nýja pínubrók: "Þetta hylur ekki einu sinni pippskeggið!"



Búbbís

föstudagur, apríl 01, 2005

Júsless informeisjon

Það er notað dömubindi úti á götu hérna rétt hjá og engum dettur í hug að taka það upp. Hvurslags eiginlega er þetta!?

Ég og fjölskylda mín fórum í fjölskyldumyndatöku um daginn. Það var hressandi. Sókri fékk að vera með og sem betur fer gaf þessi ljósmyndari honum ekki harðfisk þannig að hann ældi útum allt stúdíó. Ég prófaði samt að gefa honum pizzu í gær með pepperóní, hann ældi ekki.

Næstu helgi mun örverpið fermast. Fyrst átti ég ekki að komast í ferminguna en svo kemst ég eftir allt saman. Búhú.

Ég er búin að finna unglingabarnið í mér á ný og það með hjálp lagsins Break My Stride með Unique II. Árið var '97 og ég var 11 ára. Pottþétt-eitthvað var diskurinn sem ég hlustaði á á hverjum degi og ól mig upp það árið. Ég þurfti enga mömmu, bara pottþétt-eitthvað. Og hvað er ég í dag? Jú, a successful businesswoman.

X-Labbakútar í Loka Laufeyjar!