fimmtudagur, apríl 14, 2005

Nokkrar bráðskemmtilegar staðreyndir um grímuballið:

- ég var klædd sem banani í náttfötum (Bananas in pyjamas. Takk fyrir lánið á búningnum Erla.)
- mér var heitt
- í fyrirpartýinu hjá Hauki var ég alltaf að slá fólk með dagblaðafylltum bananahausnum. Gerði það einu sinni við Abbadorinn og hann varð fúríús. Ætlaði bara í mig! En auðvitað kýldi ég hann bara í punginn.
- af því að ég var B1 þá vantaði mig vitaskuld B2. Ekki dó ég ráðalaus heldur teiknaði andlit á alvöru banana og talaði við hann allt kvöldið og svo sungum við saman titillag þáttanna við mikinn fögnuð viðstaddra. En hann týndist og er einhvers staðar grátandi undir stól hjá Hauki.
- í fyrirpartýinu var ég að sms-ast og ég þurfti prófarkalesara til að fara yfir sms-ið áður en ég sendi það. Man ekki einu sinni hvað stóð í því.
- í fyrirpartýinu settist ég óvart á typpið á Hrafnkeli. Sorrí!
- á ballinu duttum við Valdís á klósettinu og hún vaknaði með riiiiiisastóran marblett á lærinu. Obbosí!
- ég týndi úlpunni minni svona 5 sinnum á ballinu.
- týndi líka húslyklinum mínum og fékk þá snilldarhugmynd að prófa að hringja í lykilinn. Mér var bent á að það væri ekki góð hugmynd.
- ég hélt að ég myndi pottþétt vinna búningakeppnina en nei, ekki svo ég viti.
- rosalega verður maður ringlaður á Pravda.
- ég gat ekki átt í alvarlegum samræðum við neinn þetta kvöld... enda var ég banani. Fólk tekur ekki mark á okkur.
- Guðnýju var hent út úr leigubílnum á leiðinni heim.
- af því að ég var lyklalaus varð ég að banka og mamma var greinilega búin að gleyma því að ég var í bananabúning þannig að henni brá bara þegar hún opnaði. Skrýtið!
- í dag er ég bara helvíti hress þrátt fyrir hælsæri.

Latínupróf á morgun! Jíha!

Engin ummæli: