þriðjudagur, apríl 26, 2005

Nýjasta nýtt!

Trópíar fljúga og það er vond lykt af appelsínusafamarineruðum sokkum. Komst að því eftir afar skondið atvik sem átti sér stað í skólanum í dag. Þetta byrjaði allt með því að ég varð þyrst. Bað Guðnýju um að koma með mér að kaupa Trópí og það gerði hún elskan. Á leiðinni í stofuna sagði hún mér bolauppflettingarsögu með hreyfingum og öllu. Ein hreyfing var svo rosaleg að full trópífernan mín flaug fram fyrir mig með stórri gusu og á bakið á stelpu sem var að labba fyrir framan okkur. Og viti menn, allir í kring urðu blautir... nema Guðný. Og við urðum að þurrka slatta af trópí upp úr stiganum og margir héldu að við hefðum pissað í stigann. Æi þetta var svo gaman en samt ekki.

Fór í fótbolta með strákunum í leikfimi. Ég og Erna vorum einu konurnar með brjóst sem þorðu að vera með. Enginn gaf á mig en það er svo sem mér að kenna. Ég hefði auvitað átt að draga fram gjallarhornið úr rassvasanum og tilkynna öllum að einu sinni varð ég Íslandsmeistari í fótbolta. Ég á meira að segja ennþá fótboltaskóna og kemst ennþá í þá. En það eina sem gildir er að vera með. Jújú segi það bara.

Stærðfræðikennarinn minn var með gat á rassinum á buxunum sínum. Öllum fannst ég ógeðsleg fyrir að hafa tekið eftir því. Þau sjálf geta verið ógeðsleg. Kristján sendi mér meira að segja miða þar sem stóð að ég væri ógeðsleg. Kristján getur sjálfur verið ógeðslegur. Allir eru ógeðslegir.

Fór í þýskt munnlegt próf í dag. Ég og Móa vorum að gera góða hluti en ég fékk ekki að segja eðalsetningar eins og: "Ich habe einen Reiseführer in meinem Gummistiefel" og "Mein E-mail ist hotstud@gmx.de. Ich bin ein heisser Pferd!" En þær bíða betri tíma. Gætu virkað vel sem pikköpplínur.Googlaði hot stud og fékk þetta. Eins og Þjóðverjarnir myndu segja: "Ich bin einverstanden!"

Engin ummæli: