föstudagur, apríl 01, 2005

Júsless informeisjon

Það er notað dömubindi úti á götu hérna rétt hjá og engum dettur í hug að taka það upp. Hvurslags eiginlega er þetta!?

Ég og fjölskylda mín fórum í fjölskyldumyndatöku um daginn. Það var hressandi. Sókri fékk að vera með og sem betur fer gaf þessi ljósmyndari honum ekki harðfisk þannig að hann ældi útum allt stúdíó. Ég prófaði samt að gefa honum pizzu í gær með pepperóní, hann ældi ekki.

Næstu helgi mun örverpið fermast. Fyrst átti ég ekki að komast í ferminguna en svo kemst ég eftir allt saman. Búhú.

Ég er búin að finna unglingabarnið í mér á ný og það með hjálp lagsins Break My Stride með Unique II. Árið var '97 og ég var 11 ára. Pottþétt-eitthvað var diskurinn sem ég hlustaði á á hverjum degi og ól mig upp það árið. Ég þurfti enga mömmu, bara pottþétt-eitthvað. Og hvað er ég í dag? Jú, a successful businesswoman.

X-Labbakútar í Loka Laufeyjar!

Engin ummæli: