laugardagur, apríl 30, 2005

Ég fékk símtal í morgun kl. 8:55

Björk: "Hvar ertu?"
Ég: "U heima"
Björk: "Ætlarðu ekki að koma í próf?"
Ég: "Jú kl. 1"
Björk: "Það er kl. 9"
Ég: "Aaaaaaaaa!"

Komið með byssu því ég ætla að skjóta mig. Það er góð ástæða fyrir því: heimska mín. En ég meina, það hljóta allir að hafa misreiknað sig á ævinni. Líta á blað þar sem stendur 9-10:30 en sjá 13-14:30. Það er nú bara mannlegt því mannsaugað er skondið og óútreiknanlegt fyrirbæri. En ég varð glaðari þegar ég frétti að ég var ekki sú eina sem gerði þessi mistök, heldur gerði nýuppgötvaði fjórmenningur minn þetta líka. Þetta er því í ættinni og ég get andað rólegar því þetta bara hlýtur að vera læknandi með pillum eða skurðaðgerð. En sjúkrapróf er það heillin og ekki þýðir að gráta það. Þið megið því sleppa að koma með byssuna því prófið verður massað í óæðri endann.

Engin ummæli: