laugardagur, ágúst 02, 2008

Dobbúl blogg

Sorrí krakkar mínir en það er bara búið að vera svo gaman hjá mér að ég hef ekki haft tíma né rænu í að blogga fyrr en nú. Hér kemur það:

Verona


Þar var nú heldur betur stuð á okkur. Valdís og fjölskylda eru gamalreyndir Verónusérfræðingar og fyrsta kvöldið fór mestallur hópurinn á þennan flotta veitingastað. Maturinn var í einu orði sagt yndislegur og hef ég sjaldan verið jafn södd. Daginn eftir bauð vinafólk Valdísar okkur í garðinn sinn í úthverfi Verona og auðvitað voru ítalskar kræsingar í boði. Einnig afnot af sundlaug sem var heldur betur freskandi í steikjandi sólinni. Um kvöldið var spilað í Arenu fyrir um 12.000 manns og mátti sjá hvern einasta Ítala dilla sér í takt við tónlistina.


Fallegur hópur í vínkjallaranum... hvar annars staðar?


Greyið Jez var með einhvern aðskotahlut í auganu


Engin miskunn í vatnsslagnum

Aþena

Fyrsta deginum þar eyddi mín nú bara við sundlaugarbakkann og var ekki alveg að nenna að klöngrast upp á Akropolis. Gat séð það ágætlega frá sundlauginni ofan á þakinu...
Ekki gerði ég mikið þar annað en að versla og fór jú í þetta svakafína baknudd enda kroppurinn ekki alveg að sætta sig við þetta brölt á manni. Tónleikarnir þar voru í risastórri ólympíuhöll og gengu bara glymrandi vel.

Nú erum við mætt í dýrðina til Istanbúl í Tyrklandi og fann ég alveg svakalega tengingu við Ísland af því tilefni. Tyrkir réðust jú einmitt á Vestmannaeyjar forðum daga og nú stendur yfir Þjóðhátíð. Og hver er þar? Jú pabbi. Ókei þetta var lélegt. Spilum svo á morgun og í næsta bloggi skal ég taka ykkur í tyrkneska frasakennslu. Þeir eru svakalegir kallarnir hérna...

Jæja nóg af blaðri. Ég er farin í froðubað.


Smá augnakonfekt... bara af því að það er laugardagur

2 ummæli:

Valdis Thorkelsdottir sagði...

Þeir sem vita ekki betur halda ef til vill að Sigrún sé í afar djörfum nærfatnaði á lokamyndinni.

Nafnlaus sagði...

Ég er að velta því fyrir mér hvort þú getir nokkuð lánað mér þennan bleika kjól þinn? Hef verið að leita mér að akkúrat svona alls staðar ;)
sakna þín!


kveðja

Móa