Teflt við páfann
Á mánudaginn mættum við hingað í Róm og síðan þá erum við heldur betur búnar að ofurtúristast. Á þriðjudaginn löbbuðum við ansi mikið og skoðuðum meðal annars Panþeon, Fontana di Trevi og Spænsku tröppurnar. Gangan tók vel á en næsta dag var heldur engu til sparað og örkuðum við á Forum Romanum. Ekki var þolinmæðin mikil því við nenntum engan veginn að bíða í endalausri túristaröð til að komast inn á svæðið. Ég fékk því ekki að ganga þann sama veg og Quintus gerði þegar hann mætti leiðindarskjóðunni á Via Sacra fyrir þúsundum ára. Við á fornmáladeildinni skiljum þetta. Colosseo var hinum megin við hornið og létum við okkur það nægja að horfa í fjarlægð.
Í gær var heldur betur teflt við páfann því Vatikanið var arkað fram og til baka og list Michelangelos sogin í sig. Því næst fórum við í San Lorenzo hverfið, fjarri öllum túristum og eyddum restinni af deginum þar. Við náðum því að skoða alla helstu staði Rómar á þremur dögum sem telst ansi gott að mínu mati.
Í dag spilum við hér í Róm í Arcadium tónleikahöllinni og á morgun tökum við lest til Verona.
Nokkrar myndir frá Melt! festivalinu í Þýskalandi og Róm:
Tónleikastaðurinn var ansi magnaður. Minnti helst á pólskan slipp.
Ég fór í einhvers konar flugjóga hjá Sylvíuvini sem var ansi magnað
Þetta kann maður
Hafiði komið til Rejkyavik?
Sprellað í Pantheon
Ví!
Kannski fer páfinn í djakúsí þarna eftir erfiðan vinnudag...
Svo er ekki mikið stuð að vakna við það um miðja nótt að fólkið í herberginu við hliðina á sé að gera dodo...
-Særún
föstudagur, júlí 25, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
thad er bara eins og thu hafir verid i fornmaladeildarferd, svo mikill er turisminn
beibi eg er lika a italiu, hvar ert thu?
siminn minn er +393661457369
hringdu!!
Hey vá geggjað! haha sé alveg páfan fyrir mér að chilla þarna eftir efriðan vinnudag... hlýtur að vera þreytandi að vera svona sí blessandi fólk allan daginn...
en hlakka til að hitta þig, kveðja frá Rejkyjavik!
Skrifa ummæli