sunnudagur, júlí 20, 2008

Ich habe Dürchfall

Hér í Berlín er búið að vera svaka stuð. Stuðið byrjaði á flugvellinum þegar að æstir æsiblaðaljósmyndarar biðu Bjarkar og tóku myndir sí og æ. Skil nú ekki af hverju þeir tóku ekki bara mynd af mér... En krú-gaurarnir okkar eru svo yndislegir að þeir fóru í það að hoppa á ljósmyndarana sem eltu Bjölluna út í rútu. Það var frekar fyndið sjónarspil og komu þeir móðir og másandi inn í rútu eftir erfitt verk.

Það fyrsta sem við gerðum var auðvitað að fara í uppáhaldsbúð okkar allra, American Apparel og flugu nokkrar evrur við það og töskuyfirvigtin fylgdi á eftir. Þetta er bara svo flott búð krakkar. Föstudagurinn fór í almenna peningaeyðslu, yndislegan víetnamískan mat og myndatökur í "photobooth". Eyddum þónokkrum tíma á þeim staðnum og hér má sjá smá sýnishorn:


Fundum þennan svakagóða sushi-stað og fékk ég svo sterkar núðlur að ég var við það að fara að gráta. Allavega lak heilmikið úr augunum á mér. Fengum okkur svo Fuck-You-Fries á barnum White Trash Fast Food sem björguðu kvöldinu.

Annars er ekki búið að gerast mikið merkilegt en á eftir skundum við á Melt! festivalið og hittum þar góðkunningja okkur úr Battles og Hot Chip. Ansi langt síðan við höfum spilað á festivali en síðast var það í Ástralíu í febrúar. Kominn tími til.

Myndavélin var pásu þannig að... æjæj.

Bæjó, Sæjó (eitthvað nýtt trend hjá stelpunum)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl vina!
Hvenær kemurðu næst til landsins?! Wir mussen treffen (hittast?) haha...þýskukunnáttan eitthvað mis þarna...sjáumst!

Særún sagði...

Hei beibs
Ég kem heim 16. ágúst. Jebbs, við finnum einhvern hentugan tíma þegar þar að kemur ;)

Nafnlaus sagði...

ÚFF ekki myndi ég vilja fá mér svona núðlur hehe :D hljómar ekki vel ;)

en e´g vildi bara láta þig vita að ég er búin að blogga bara fyrir þig ;) tíhí :D

sakna þín sætust :*

hafðu það gott í úglandinu :D