þriðjudagur, júlí 15, 2008

Vinnustaðatussan

Hér held ég sögu minni áfram þaðan sem frá var horfið í Litháen. Hefst nú lestur:

Í Vilnius var nú aðallega labbað um gamla bæinn, rambað inn í fermingu og indverski maturinn gúffaður í sig. Við og körfuboltaliðið vorum þó ekki eini stóri Íslendingahópurinn á svæðinu því Karlakórinn Fóstbræður var einnig á vappi en þeir héldu tónleika þar í borg kvöldið sem við komum. Það var því mikið um bjórþambandi tenóra á götum úti sem brá heldur betur í brún þegar þeir heyrðu íslenskar smápjásur flissa milli rekka í matvörubúðunum.

Tónleikarnir heppnuðust hinsvegar afar vel að vanda og var sú nýbreytni að í miðjum konsertnum spiluðum við stelpurnar lagið Overture úr Dancer In The Darkog er þetta svona ekta lag sem maður fær hroll við það að heyra, svo átakanlegt er lagið. Eftir gigg fór ég nú bara upp á hótel og hvíldi lúin bein fyrir rútuferðina sem var daginn eftir. Stóð hún yfir í sirka 5 tíma og á endanum komum við hingað til Riga sem er jú einmitt stöðnuð borg frá árinu '98. Já og svo fengum við okkur sushi í kvöldmat og ein þjónustustúlkan var það sem ég myndi kalla: Vinnustaðatussan. Þar hafið þið það.

Á morgun eru tónleikar hér í Riga og verða um 10.000 manns á svæðinu. Daginn eftir það er flug til Berlín og get ég varla beðið.

Bless í bili og hér koma fótógrafíur:


Má bjóða þér chilli-píku?


Þetta gerðist á sirka 5 mínútum


Verðlaust


Sovéskur morgunmatur: Sovétnúðlur bornar fram í bjórglasi


Sushistuð

Þá er það komið. Lifið vel og lengi takk.

-Saaaerún

3 ummæli:

Björk Níels sagði...

jæja kveðja Björk mongó

Unknown sagði...

mamamakakó

Unknown sagði...

mamamakakó