föstudagur, júlí 11, 2008

Partýbær

Já já, þá er ferðinni haldið áfram og það í síðasta skiptið. Okkar fyrsta gigg var planað í Helsinki í gær en það var hætt við það á síðustu stundu. Þess vegna lögðum við af stað í gær og erum nú mætt til Vilnius í Litháen. Sauðskjáninn ég gleymdi auðvitað i-podnum sínum heima og verður þetta ferðalag því heldur einmanalegt ef ég geri ekki eitthvað í þessu á næstunni.

Við höfum kannski ekki séð mikið af pleisinu annað en traktor dreginn af vörubíl á miðri götu og jú, hótellobbíið. Á flugvellinum hér í borg var svo mætt íslenska landsliðið í körfubolta og eiga þeir víst að spila á móti Litháuum (væri kannski betra ef þeir væru LitLágir í körfuboltanum. Hehehe) á næstu dögum. En hvað það væri nú fyndið ef við myndum mæta á leikinn og styðja okkar menn. Ég leggst í málið og reyni að koma því í kring. Ekki spurning.

Kíkti svo aðeins á litháenska imbann og allt er döbbað af sama manninum. Toy Story var á einhverri barnastöðinni og sami dimmraddaði maðurinn talaði fyrir alla og upprunalega talið var samt undir því sem hann sagði. Svona á að gera þetta!

Tónleikarnir eru svo núna á sunnudaginn og fer því morgundagurinn í æfingu og almennt tjill. Þýðir ekkert annað. Það verður eflaust frískandi að hoppa aftur upp á svið eftir svona langa fjarveru þótt það séu nú bara 2 vikur síðan við spiluðum í Laugadalnum. Deffó.

Ég kveð í bili og læt heyra í mér þegar kostur og tími gefst.

-S

2 ummæli:

Unknown sagði...

iPod-sauður dagsins;)

Unknown sagði...

kakókakókakkaókakókaóoslóosló osló kakókaó osló