þriðjudagur, apríl 22, 2008

Stuðkompaníið

Nú er dvöl okkar í London lokið og draugabælið Plymouth tekið við. En meira um það síðar.

Í London var megastuð eins og alltaf. Mamma, pabbi og Harpa gerðu sér ferð til að sjá sjóvið og auðvitað mig líka. Dögunum var nú aðallega eytt í búðarráp og samgöngur sem eru með þeim dýrari í heiminum.

Nú á eftir spilum við hér í Plymouth sem við fyrstu sýn virtist vera bær á barmi örvæntingar en annað kom nú í ljós við frekari bæjarrölt. Í nótt brummum við svo til Woulverhampton í tveggja hæða lúxusrútunni okkar og vonum að það sé aðeins meira líf í þeim bæ en hér.


Sandra og co. skelltu sér á tónleika nr. 2 í London


Shaun túrdúddinn okkar ásamt fríðu föruneyti


Jú þetta getur maður.


Fyrsta neðanjarðarlestarferð Hörpu. Á myndinni sést samt ekki fyrsti Stabucks kakóbollinn hennar. Allt að gerast!


Mamma og pabbi voða dúlló á skrítna indverska staðnum. Og mamma ekki með lokuð augun! Allt að gerast!


Systurnar á sama stað nema hinum megin við borðið.

Þangað til næst!
-Saeerún hotness

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

awwww svo sætar systur:D og voða líkar ;)

sendi þér stórar myglkveðjur frá íslandi - og ég meina það - 22 dagar í að prófunum verði lokið og þá verð ég hamingjusöm manneskja (ef ég næ þeim öllum þ.e.a.s hehe) ! treysti á að þú verðir dugleg að blogga fyrir mig því nú mun ég sennilega fara á bloggarölt svona 6x á dag að meðaltali hahahah :D sad but true !

knús á þig sætasta :*

kv. Tryggur :)

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir ferðina Særún mín hún var æði!! ;**

elska þig rosa mikið <3

flott blogg!! ;D

kv. Harpa :þ

Nafnlaus sagði...

Skemmtilegt blogg hjá þér. Kær kveðja til Hörpu og foreldranna.
Gamli fiðlukennarinn.