fimmtudagur, apríl 17, 2008

Rónar

Hér í London er gott að vera. Þetta er örugglega í fimmta skipti sem við stöllurnar erum á þessu blessaða hóteli og í þessu blessaða hverfi þannig að allt kemur kunnuglega fyrir sjónir. Meira að segja þjónar á veitingastöðum þekkja okkur í sjón og muna eftir okkur frá því í ágúst þegar við vorum hérna síðast. Minnugir Bretarnir.

Síðasta sunnudag spiluðum við í Hammersmith Apollo fyrir um 5000 manns og var stemmarinn allsvakalegur. Í kvöld verður leikurinn endurtekinn og þá er bara um að gera að gera betur en síðast.

Ég lenti líka í afar skondnu í gær þegar ég var að rölta yfir í þá yndislegu búð Marks & Spencer. Eins og oftast er ég í mínum eigin heimi og var að labba fyrir horn þegar ég steig á eitthvað á jörðinni. Var þetta þá sofandi róni en sem betur fer kippti hann sér ekkert upp við þetta og hélt áfram að sofa. En svona er bara að liggja á jörðinni eins og skata.


Stelpurnar spássera yfir Abbey Road að hætti Bítlanna eins og enginn væri morgundagurinn


Fyrir utan stúdíóið víðfræga. Einn daginn...


Fann þessa lekker tímavél í Camden


Erla var svo frökk að svara í hringjandi símaklefa. Hún á yfir höfði sér 5 ára langa fangelsisvist.


Helga Sólveig kíkti í heimsókn alla leið frá Brighton

Á morgun kíkja uppalendurnir og örverpið í heimsókn þannig að það verður nóg að gera hjá mér við að halda þeim vakandi og vel á verði. Búðarverði. Ahaha.

Rugludallurinn kveður héðan frá Lundúnum

5 ummæli:

Sandra sagði...

og vid sjaumst a eftir! eg aetla ad hringja i thig i dag samt. tharf bara fyrst ad kaupa mer inneign.
sandrino

Vala sagði...

hahahhahahaha steigstu á róna hahaha. þetta er það fyndnasta sem ég hef heyrt lengi :D

Nafnlaus sagði...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the MP3 e MP4, I hope you enjoy. The address is http://mp3-mp4-brasil.blogspot.com. A hug.

Nafnlaus sagði...

HAHAHAHA STEIGSTU Á RÓNA HAHAHAHAHAH!!

en vá gaman að hafa familíuna hjá sér :D újeeeee!

og finnst þér ekki eins og þetta hótel sé bara þitt annað heimili núna ;)

kv. Tryggur -son ! hehe

Nafnlaus sagði...

eg var ad leita ad, takk