föstudagur, apríl 25, 2008

Ekki minn tebolli

Síðustu tónleikar voru hinir ágætustu og voru áhorfendurnir hinir fuðrulegustu. Fremst mátti sjá tvær vinkonur með neonlitað hár, með neon varalit og neon skartgripi. Þær voru greinilega á vitlausum tónleikum því þær áttu frekar heima á Spice Girls tónleikum ’98. Þegar ég sá betur framan í þær komst ég að því að þær voru báðar í kringum fertugt. Ég gaf þeim því nýtt nafn: tvær úr Tungunum. Alltaf bondar maður við áhorfendurna.

Eftir giggið tókum við svakalegt píanósessjón frammi á gangi tónleikahallarinnar. Hásar fórum við inn í rútu og var horft á Donnie Darko í betri stofu rútunnar. Rigningin dundi á bílrúðunum og gardínurnar flöksuðu til og frá í ósýnilegum vindi. Þetta var þetta týpíska veður þar sem eitthvað slæmt myndi gerast. Mér datt fyrst í hug að rútan myndi lifna við og taka völdin eða að við yrðum stoppaðar af blóðþyrstum kúrekum á miðri leið og rændar öllum eigum okkar. Það kennir mér að horfa hvorki á hryllings- né kúrekamyndir seint á kvöldin.

Við komumst þó klakklaust til Wolverhampton sem er sko mega djammbær. Nei núna lýg ég. Við skulum bara segja að ég myndi aldrei á ævi minni flytja hingað. En nóg um það því í kvöld spilum við hér í bæ og við tekur 10 tíma rútuferð + ferjuferð í fyrramálið. Belfast er staðurinn og vonandi lendum við ekki í miðjum götubardaga.

Ég var mjög myndalöt í stuðbænum en tók eina sem lýsir andrúmsloftinu vel:


Bis später
-S

Engin ummæli: