þriðjudagur, apríl 29, 2008

Mikið gaman, mikið grín

Vera okkar í N-Írlandi var blússandi góð að mínu mati enda Írarnir óttarlegir stuðboltar með fyndnasta hreim norðan Alpafjalla. Það vantaði bara búálfabúninginn og Lucky Charms og þá hefði þetta verið fullkomið. Fyrsti túristinn var tekinn á þetta á frídeginum okkar en þá skutluðumst við ásamt nokkrum úr krúinu og bandinu á Giant’s Causeway sem er svakalega flott stuðlaberg í fjöru. Einu sinni lærði maður nú um það hvernig þetta varð til en það er allt gleymt og grafið eins og flest frá menntaskólaárunum. En Led Zeppelin notuðu einmitt þetta sama stuðlaberg framan á plötu sinni Houses Of The Holy frá 1973. Merkilegt nokk. Ferðin tók nú tíma sinn og á þvagblaðran mín skilið Fálkaorðinu fyrir að springa ekki í tætlur þessa þrjá tíma sem ég hélt í mér í rútunni á leiðinni til baka. Besta piss lífs míns.

Tónleikarnir voru töff og ennþá meira töff af því að rétt hjá tónleikastaðnum var Titanic byggt á sínum tíma. Uss. Eftir tónleika byggðist upp allsvakalegt rútupartí og hristist rútan sem aldrei fyrr við allan dansinn. Þreytt og mygluð var hoppað í ferju yfir á meginlandið og komum við hingað til Blackpool um kvöldmatarleytið. Svartlaugamenn hafa meira að segja byggt sinn eigin Eifell-turn og er ekki furða að bærinn sé kallaður Las Vegas Bretlands. Tónleikar hér á fimmtudaginn, svo til Sheffield og hvert svo? Jú heim.

Kveð með myndum:


Komum við í viskíverksmiðju og þar mætti okkur Ferrari-klúbburinn "Gamlir kallar með lítil typpi og gráan fiðring"


Erla og Stulli stuðlaberg


Þarna erum við


Ísbeibs


Vó, bara 800 mílur í Ísland. Ég þangað!

Ég kveð héðan frá Blackpool
Særún Ósk Palmandale (nýtt hótelnafn komið í hús)

Engin ummæli: