laugardagur, maí 03, 2008

Obbobojobobboboj

Svei ef við erum ekki bara komin til Sheffield, síðasta áfangastað okkar hér á Bretlandi fyrir utan auðvitað minn uppáhalds stað, Heathrow. Blackpool var nú meiri bærinn, eiginlega bara fyndinn. Troðfullur af gömlu fólki, 18 ára smástelpum með annað barn á leiðinni og auðvitað fish and chips. Margur maðurinn nældi sér í niðurgang eða/og kvef en blessunarlega hef ég sloppið við allt svoleiðis. Tónleikarnir voru svaka stuð enda krádið í góðum fíling í Empress Ballroom tónleikahöllinni. Við vorum samt flest fegin að komast burt frá Blackpool enda nokkrir orðnir blindir út af öllum neonskiltunum. Nei segi svona.

Allt annar handleggur hér í snókerborginni Sheffield því það er bara fínt að vera hér. Á morgun eru tónleikar og eftir þá verður hoppað upp í rútu og beint á Heathrow. Ég kveð því af þessum næst síðasta túr okkar með nokkrum myndum:


Brynja og Thelma voru skotóðar í ferjunni til Blackpool


Erla og Björk voru í essinu sínu umkringdar gógó-dansara skiltum


Dónapiparkökukall að hætti Særúnar


Bíddö, má bjóða þér nammi eða?

Hasta la vista
-Saaaerún

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hihí fræga stelpa sem maður er alveg hættur að heyra í ;) .. það var mynd af þer í mogganum :D :D :D


eða sko það var útskriftarmyndin úr MR árið 2006 og þú varst fremst á henni ;) og það var bara lítill hópur sýndur heheh .. auðvitað völdu þau sætustu snótina til að hafa fremst híhí :D

annars vildi ég bara segja þér að ég sakna þín .. og ég er að mygla í prófalestri .. barabarabúmm!! knús :D