Bloggið sem átti að koma í gær en fór:
Giggibú!
Var að enda við að spila hérna í Nimes í Frans og gekk það bara svona tússuvel. Áhorfendurnir voru í góðum fíling og gerðu hina yndislegu bylgju sí og æ. Smá eftir á hér í landi. Fatta bara ekkert að þetta telst ekki kúl á Íslandi. En ég get alveg látið þá vita því við spilum aftur hérna á fimmtudaginn á þessum svakalega gladiator-velli. En núna er pælingin að fara bara aftur upp á hótel og lesa smá markaðsfræði. Markaðsfræði - holl fyrir bein og blóð. Svo verð ég bara að segja ykkur frá pizzu sem ég fékk á einum pöbbnum hérna í gær. Okkur grunar sterklega að botninn hafi bara verið tortillakaka. Haha. Alveg með þetta hér í bæ. En því miður eru myndirnar engar því kameran er rafhlöðulaus. Ég reddaþí.
Bless og ekkert stress... nema að þið viljið það eitthvað frekar
þriðjudagur, ágúst 21, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
blöööööööööö - sakn! er að hugsa um að fara að baka brauðbollur þér til heiðurs .. ekki spurja mig af hverju - bara langar það heheheh :D verst að þú færð samt ekki að borða þær .....
Skrifa ummæli