sunnudagur, júní 24, 2007

Glastonbury in a hurry with curry

Á föstudaginn spiluðum við á hinni margrómuðu tónlistarhátíð Glastonbury. Eftir um 5 tíma rútusetu komumst við loks inn á svæðið sem var þakið leðju. Við Íslendingarnir vorum bjartsýnir og komum bara í venjulegum strigaskóm og nokkrir voru svo heppnir að hafa regnhlíf. Þá voru bara keypt handa okkur þessi svaðalegu stígvél. Hér má sjá nokkur pör í essinu sínu:



Sjóvið gekk bara þrusuvel þrátt fyrir að maður væri smá ryðgaður eftir síðasta Íslandsfrí. Svo geta sumir bara verið alveg hrikalega barnalegir. Fremst í krádinu voru 3 stelpur búnar að planta sér niður með fána sem á stóð: Björk rhymes with jerk. Alveeeeg. Svo var brummað heim og náði ég nú að sofa eitthvað smá með hausinn í keng og komum aftur á hótelið klukkan 6 um morguninn. Og svo var sofið meira fram að kaffitímanum. Í dag skelltum við okkur flestar á Portobello og auðvitað var smá spreðað. Það má nú ekki breyta út af vananum. Ha... Á morgun förum við svo að taka upp gamla stöffið hennar Bjarkar í nýju brassútsetningunum. Það verður stöð. Ég kveð ykkur svo með nokkrum myndum. Adíós.




Þessir voru skíthræddir þegar ég bauðst til að sýna þeim nokkur glímuspor


Og meiri drulla


Stígvélin og búningurinn voru flott saman

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mm, baked potatoes! Sounds so good! And I didn't know it was that muddy at glastonbury! Bless!

Sandra sagði...

af hverju er alltaf drulla á þessari hátíð?