föstudagur, júní 29, 2007

Belgium douze point

Belgía er fínt land. Það tók okkur aðeins 40 mínútur að fljúga þangað á meðan hinir þurftu að fara í 7 tíma ferjuferð. Hohohoho. Hótelið okkar var á fínum stað í miðbæ Brussel en nettengingin þeirra er eitthvað vanþróuð. Nenni nú bara ekki að tala um það. Við píurnar skelltum okkur á kínverskan veitingastað og jú fengum okkur svo sveitta belgíska vöfflu í eftirrétt. Súkkulaðið flæddi um alla munna og við vorum að fíla það.

Daginn eftir var æfing um hádegið og svo var auðvitað skellt sér í búðir. Svakaleg nótnabúð var á staðnum og svo var allt morandi í second hand búðum. Maður varð bara. Eftir það fékk ég mér einn kríublund sem var vel þeginn. Þá var það kvöldmaturinn og ís í eftirrétt. Það vita samt ekki allir að Stellubjórinn sem er besti bjór í heimi kemur einmitt frá Belgíu og auðvitað skellti maður sér á nokkrar dósir og svo horfðum við nokkrar stelpur á Fóstbræður og veltumst um af hlátri. Úff. Og þá var sofið meira. Mig dreymdi nú ekki rauðhærða krakkann sem er alltaf að lemja mig í þetta skiptið þannig að ég svaf ágætlega þessa nótt.

Þá var það rokkið. Við fengum loksins rútuna okkar sem heitir því skemmtilega nafni Beat The Street og er hún hin glæsilegasta. Brummuðum svo á Rock Werchter festivalið sem var aðeins fyrir utan Brussel. Þar var margt um manninn og allt út í drasli og það bara á fyrsta degi. Belgar eru sem sagt sóðar. Neinei segi svona. Marilyn Manson átrúnaðargoðið mitt spilaði á undan okkur og var það sjónarspil. Í miðju lagi hætti hljóðneminn hans að virka (greinilega mikið riðlast á honum) og þá var honum bara kastað baksviðs, rétt hjá þar sem við stóðum. Litlu munaði að hann lenti á hausnum á einhverri konu. Svo labbaði hann bakvið trommusettið og fékk sér smá súrefni. Orðinn gamall greyið. Og seinna lagaði hann svo varalitinn sinn með því að klína smá meira af rauðum á varirnar. Hann verður nú að vera sætur á sviðinu ha. Þá var komið að okkur. Þetta var fyrsta giggið þar sem við vorum ekki með nótur og fannst mér það bara takast nokkuð vel. Stressköstin voru samt nokkur en maður róaðist á endanum. Á eftir okkur spiluðu Muse-menn af tærri snilld og horfði ég á næstum því alla tónleikana þeirra. Þá var hoppað upp í rútu og keyrt um nóttina til Berlínar þar sem ég er núna á svakalegu hóteli. Hef ég þá tækifæri til að sýna mína gríðarlegu þýskukunnáttu. Haha. En við stoppum nú stutt því í nótt keyrum við til Póllands og spilum þar á öðru festivalinu. Jibbí.
Og hér kemur myndaflóð ykkur til yndisauka:


Hér demónstreitum við Brynja Leffe bjórinn í kampavínsflöskulíki


Rútupíur


Nóg var af bolunum. Ég skellti mér á einn hvítan.


Sviðið sem við spiluðum á já


Jónas í betri stofunni. Ef ég hefði haft meira pláss í ferðatöskunni minni þá heðfi ég stolið þessu efni á veggnum og saumað mér gardínur heima.


Muse-menn voru í essinu sínu


Ég lagði mig í gríðarlega hættu til þess eins að sjá kappana betur


Hressleikinn í fyrirrúmi

4 ummæli:

Norn Cutson sagði...

i'm so happy for your adventures!

Nafnlaus sagði...

Will you marry me?

Nafnlaus sagði...

Easy there tiger!

Kv.B

frosti_idm sagði...

hello Saerún..

sorry for write in youre private space.. but sorry i need... talk to you or with youre friends like Valdís or Bergrún..

My name is Doris : i only have to say that your music sounds great along with the entire Icelandic Brass. i imagine that it sounds even better live.

i hope to someday hear you all live and meet you in person in my country, Chile. (is hard but not impossible)when you are a big fan of Björk and some influences... ^_^

there are rumors that Bjork is coming to SUE festival in Chile in November. is this true? tell me if you have something about it..

I´m really exiting to have contact with you or with youre friends..

I`m honest...i hope if youre comming i want meet you and show my city!!! or doing something funny.

greetings from Chile..

Sincerely

Doris::::::::::::::::::

www.myspace.com/idm_girl

http://www.flickr.com/photos/frosti_idm/


pd: if you cant talk to me.. tell me :(