miðvikudagur, júní 20, 2007

Bloggí?

Er ekki kominn tími á smá blogg? Jú heldur betur í allan vetur. Þá er maður bara að fara af landi brott í aðrar fimm vikur á morgun og ég finn það á mér að þetta verður stuðferð allra tilkomandi stuðferða. Stuðið verður út um allt. Við erum líka að spila á 5 festi-völum (Ha Vala, ertu föst? Haha.) af 10 giggum þannig að já. Það verður sko stuð! Við byrjum allavega á því að fljúga til London á morgun og spila svo á Glastonbury á föstudaginn og viti menn, það er spáð úrhellisrigningu. Fuss. Og svo er það fyrsta giggið þar sem við þurfum að spila allt nótnalaust. Ég er bara ekki frá því að ég sé að pissa í mig úr stressi. En þá er bara málið að halda í sér og gera eins vel og maður getur. Jebbs. Og eftir allt pisseríið er brummað aftur til London í nokkra daga og þar ætla ég að reyna að finna mér eins og eitt horn eða svo. Ég er ekki alveg að nenna að standa í þessu flugvélaveseni af því að lúðurinn passar ekki í hólfin fyrir ofan sætin og maður fær bara dónaskap og ekkert annað frá þessum flugfreyjum. Þess vegna ætla ég að finna mér svona horn sem er hægt að taka í sundur og tekur því miklu minna pláss. Jæja tuðituðituði og ómerkilegheit. Svo verð ég líka að pakka gáfulega í þetta skiptið annað en síðast því þessir á Heathrow eru rosa strangir með yfirvigt og svona. Svo var ég um daginn eitthvað að tuða yfir því að rakfroðubrúsinn minn er alveg risastór og ég var ekki alveg að nenna að taka hann með mér. Þá sagði ein góðvinkona mín sem ég kýs að halda nafnleyndri: "Þá bara sprautarðu smá raksápu í dollu sem tekur miklu minna pláss." Úff og þið hélduð að ég væri ljóska! Uss og svei.

Og þeir sem vilja segja bless við mig geta gert það á morgun frá 9-13 en þurfa að vera þolinmóðir við mig því þegar ég er í pökkunarstressi er ég lítið viðræðuhæf. En svo tek ég líka við sms-um og tölvöpóstöm allan sólahringinn. Næstum því. Nema þegar ég er sofandi. Sem er oft. Þá er bara að kveðja því ég er að fara að hoppa yfir í Evrópusólina og planið er auðvitað að koma tönnuð heim. Líka þar sem sólin ekki skín. Þar hafið þið það. Bless félagar og ég skal vera dugleg við að blogga í útlöndunum!

1 ummæli:

Vala sagði...

hjááálp eg er föst!! ;) nei já góða ferð særún mín, æjæj náðum ekki að skiptast á fötum, en þú kemur aftur :) skemmtu þér vel og mundu, ekki gera neitt sem ég myndi ekki gera. jæja það er nú ekki mikið.