miðvikudagur, júní 13, 2007

Jájá

Lífið heldur áfram, ekkert sem stoppar það. Svona sirka vika þangað til maður hoppar yfir í geðveikina í Evrópu enn á ný. Síðustu dagar hafa verið góðir. Mikið borðað enda þýðir ekkert annað. Svo hefur maður sogið í sig slúðrið hvert á fætur öðru enda hefur hef ég misst af svo miklu á meðan ég var í burtu. Þetta lið...

Ég skellti mér í göngutúr með hann Sókrates um daginn í kvöldsólinni. Harpa systir fékk að fljóta með. Sókri reyndi að vingast við kött með litlum árangri. Svo er hann orðinn svo gamall greyið að hann rétt svo stendur uppi þegar hann er að pissa. Erfitt að horfa upp á þetta. Ég var bara við það að halda á honum á meðan hann gerði númer eitt. En það myndi ekki enda vel. Veit nú ekki alveg af hverju ég er að blogga um einhvern helvítis göngutúr en svona er þetta í dag. Gúrkutíð enda gerir maður mest lítið þessa dagana. Jú ég hitti nú hana Móu um daginn og við skelltum okkur svo í Kolaportið en það hafði ég ekki gert í mörg ár. Gaman að því.

En hérna koma svakalegar myndir frá Seattle en hótelherbergisskápurinn hafði að geyma þessa svakalegu sloppa. Ég bara varð. Njótið


Kynþokkinn hreinlega lekur


og lekur

Svo var ég í klippingu og litun í morgun. Annað gott dæmi um gúrkutíðina. Svo er mér illt í maganum.

Og ég kveð með myndbrotum úr Jools Holland þættinum sem var sýndur í síðustu viku. Njótið.

Earth Intruders


The Anchor Song


Declare Independence

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég verð fyrir MJÖG MIKLUM vonbrigðum með þig ef þú rændir ekki þessum sloppi!

Særún sagði...

Mig langaði það SVAKALEGA en töskuplássið hreinlega leyfði það ekki. En það verða vonandi önnur hótel með fleiri flottum sloppum.

Nafnlaus sagði...

Hi Særún.
I'm here just to say hi, and that you're my favourite brass girl <3 haha!
(i'm not a freak obsessive bjork fan, is just that I think that you the brass girls are so lovely and cool)
my english is crap.

well. I'm in Colombia, in this place, there's a lot of people who hope to see bjork, jonas, the brass girls, mark bell, damian, ... all the band
I like the arrangements in this tour.

I hope you don't do just the typical a,b,c in the southamerican tour (a= Argentina, b= Brasil, c= Chile). I hope you come to my country too.

pretty, have a great week!!!

kisses.