laugardagur, nóvember 12, 2005

Þynnka rímar næstum því við skinka

Afmælispartý aldarinnar var haldið í gær. Ég, Björk, Gyða og Greta héldum partý saman í sal og buðum fullt af fólki. Hljómsveit og læti. Við fengum ógeðslega kúl gjafir. Fengum köku með gúmmítyppi frá strákunum. Og hjartablöðru. Ég og Björk fengum graðan héra. Hann varð samt eftir og ég veit ekki hvar hann er. Örugglega búið að misnota hann. Svo fékk ég kjöltudans frá Sindra. Bók. Áfengisflösku sem hvarf. Súkkulaði. Svo fékk ég eina óvænta afmælisgjöf. Fyrsti strákurinn sem ég kyssti birtist bara í afmælinu. Við rifjuðum upp gamla tíma og góða. Fór svo í bæinn en man ekkert eftir því. Kom heim og þá henti ég víst jakkanum mínum í baðkarið að sögn pabba. Vaknaði með hausverk. Kíkti í símann minn og sá að ég var búin að hringja í fullt af fólki sem ég hafði enga ástæðu til að hringja í. Mundi svo að ég þarf að lifa á 2000 kalli það sem eftir er að mánuðinum. Hömbökk. Það var samt ógisslega gaman. Leiðinlegt að þetta er búið.

Engin ummæli: