þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Ái

Ég á við smá vandamál að stríða. Samt ekkert lítið vandamál, stórt vandamál. Kláðavandamál. Mig klæjar á rosalega mörgum stöðum. Ég vakna með kláða og fer að sofa með kláða. Þetta byrjaði allt á ökklunum. Er líka öll útklóruð þar. Svo fór þetta upp á hné. Fékk nú bara marbletti þar af því ég klóraði mig svo mikið. Af hnjánum og undir hökuna. Þar er ég slatta rauð. Og nýjasti staðurinn: geirvörturnar. Það er rosalega óþægilegt að vera á almenningsstað og klæja svona hrikalega í geirurnar. Klóra eða ekki klóra? Læt ykkur dæma um það. Ég er með mína kenningu um geirvörtuklæjeríið. Flatlús. Ég er líka svo flatbrjósta. Ahahaha! Nei ég er bara að bulla. Bulla af kláða.

Engin ummæli: