mánudagur, nóvember 21, 2005

Tónlistarlegasinnaðar uppgötvanir

Joss Stone hin breska syngur lagið Fell In Love With a boy og gerði það frægt á sínum tíma. Fattaði svo áðan að ég kannaðist eitthvað við textann á laginu. Viti menn, Joss stal textanum frá The White Stripes en þá heitir lagið Fell In Love With a Girl. Þetta vissu örugglega fáir. Eða enginn.

Gítarkafli í nýja laginu með System of a down er alveg eins og Sá ég spóa. Samt svolítil moll-skítafýla af því. Líka skítafýla af System of a down. Lalla rosalega mikið í lögunum sínum.

Matthías Jochumsson skáld og frændi minn með meiru, samdi textann við þjóðsönginn þegar hann var pissfullur. Sést það best á línunni "Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur ei meir." Tímaskyn Matta fór alltaf í kúk þegar hann drakk og þessi dagur var þúsund ár að líða og var hann svo þreyttur á því að hann sárbað Guð að stytta þennan óendanlega dag. Líkti hann sér við smáblóm eilífðarinnar með titrandi tár. Og þessi þér í línunni er auðvitað vodkapeli.

Hver kannast ekki við lagið I Don't Like Mondays með hinu heimsfræga bandi The Boomtown Rats? Það mannsbarn sem hefur farið á mis við þessa kappa ættu að skammast sín og gera eitthvað í því sem fyrst. Það sem fáir vita er að upprunalega átti lagið að heita I Don't Like Sundays vegna þynnkunnar sem söngvari sveitarinnar Keith Hancelfield var alltaf með á sunnudögum. Svo fattaði hann að hann hafði fæðst á sunnudegi, breytti nafninu snarlega yfir í mánudag og fór bara að drekka í staðinn á sunnudögum... einn.

Engin ummæli: