Ég er búin að ákveða að þegar ég verð loksins tvítug ætla ég að tjútta af mér rassinn. Fara bara á alla skemmtistaði, labba þar af leiðandi mikið, (milli staðanna sko) dansa með stórum hreyfingum sem teygja á öllum vöðvum og þannig missa fullt af kílóum. Hver þarf líkamsrækt þegar maður á skilríki og fer á skemmtistaði?
Mig langar sjúklega að prófa að hössla einhvern á MSN. Þá virkilega hössla. Get samt ekki útskýrt það. Langar bara svo að prófa. Ég er að þreifa mig áfram í þeim hlutum. Segi ekki meir. Spurning svo hvort ég hafi hösslgenið í mér. Pabbi minn var samt rosalegur hössler og foli. Aðalfolinn á Reykjum, með dökkt, sítt og krullað hár skipt til hliðar og svo var hann með freknur í þokkabót og risastórt nef. Hann átti samt alveg bönns af kærustum og svo skemmtilega vill til að ein þeirra heitir Ósk en það er millinafn mitt. Svo heitir önnur Harpa og það heitir systir mín. Haaa...
Særún vikunnar er Særúnin sem missti báða fæturna í bílslysi í Bandaríkjunum. Vildi að ég gæti gefið henni mína fætur en ég segi bara pass.
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli