laugardagur, nóvember 19, 2005

Hressandi

Vinur minn pantaði mig fyrir svona 2 vikum því í kvöld ætlar hann að gefa mér afmælisgjöf. Þetta átti að vera óvænt en ég náði að veiða þetta uppúr honum. Hann ætlar sem sagt að horfa með mér á Notebook sem ég hef ekki séð en hann hefur séð hana. Hann mun vera öxl til að gráta á því ég hef heyrt gasalegar sögur um þessa mynd. Og ennþá betra... við ætlum að drekka vodka og bjór á meðan. Svo ætlum við á trúnó, dansa svo við diskótónlist og gera símaöt. Þetta verður vonandi hressasta æfmælisgjöf sem ég fæ þetta árið.

Engin ummæli: