laugardagur, mars 12, 2005

Jibbí-kóla

Pabbi er búinn að lofa að bjóða mér á Robert Plant. ,,Svo að þú getir verið dræverinn minn. Hehehe!" Æi hann er svo yndislegur.

Jæja, frænkan vann ekki ídolið í þetta skipti. Fjölskyldan var fyrir alvöru að pæla í að keyra á Hólmavík til að geta verið með familíunni í partýinu þar. En sem betur fer hættu þau við.

Ég missti af latínuprófinu í gær. Vaknaði með svo mikla beinverki að ég gat bara ekki hreyft mig. Missti líka af Hot Lips (eða Hot Chips, man ekki) á Nasa. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fæ beinverki og hér kemur læknisfræðileg skýring á því fyrirbæri fyrir þá sem ekki hafa upplifað slíka verki. Fletti þessu upp í læknabók þannig að það má taka mark á þessu:

Beinverkir: Ekki ósvipaðir þeirri tilfinningu að beinin stækka, en ekki líkaminn. Sem er vont.

Þar hafið þið það. Klimm í kvöld!

Engin ummæli: