mánudagur, mars 14, 2005

Í gær hafði ég ekkert gáfulegt að gera þannig að

- ég teiknaði broskalla á allar táneglurnar mínar. Svo virðist sem penninn hafi verið vatnsheldur og því munu broskallarnir ekki fara af á næstunni.

- ég skoðaði alla Loka og öll MT blöðin sem ég hef sankað að mér síðan í 3. bekk. Reyndar las ég hverja einustu grein og þetta tók mig ca. 2 tíma. Svo af því að reglustika lá á borðinu við hlið mér, þá mældi ég þykkt bunkans sem reyndist vera 9,3 cm.

- gerði ég teiknimyndasögu um Jón Sigurðsson.

- gekk ég niður á Súfusta með gleraugun hennar Guðnýjar. Komst að því að með gleraugu virka ég minni en ég er og svo líður mér eins og ég hafi reykt eitthvað dúbíus.

- gerði ég skattskýrsluna mína.

- tók ég upp gítarinn Hannibal sem hefur kúldrast bak við sófa alveg síðan ég fékk hann í 10. bekk. Á hann spilaði ég nokkur vel valin lög við mikinn fögnuð Sókratesar og nágranna.

Engin ummæli: