sunnudagur, desember 05, 2004

Tík!

Það er rosalega góð og kitlandi tilfinning að vera álitin tík af annarri tík. Svo ég best viti, þá hef ég aldrei verið álitin tík fyrr en nú og það gerir þetta svo spennandi. Mér finnst tíkin líka vera algjör tík og hef gaman af því að gefa henni tíkarlegt augnaráð og tíkast aðeins í henni. Ég kalla tíkina líka oft dúkkuna af því að hún er alveg eins og dúkka, samt ekki sæt dúkka. Stundum langar mig hreinlega að plokka þessi dúkkuaugu útúr hausnum hennar og gera eyrnalokka úr þeim en ég geri það auðvitað bara í nauðsyn. Einu sinni ætlaði tíkin að vera voða tíkarleg og labbaði á mig þegar ég hélt á heitri núðlusúpu en heita núðlusúpan helltist ekki á mig, heldur á hana. Hún hélt að ég hefði gert það viljandi þannig að núna er ég súperdúper tík í hennar augum. Ojá, það er góð tilfinning.

Bráðum fær einhver saur í pósti.
Er þér sama þótt ég á hann hósti?
Mikið hatur er þér í brjósti,
viltu að ég nafn þitt uppljóstri?

Engin ummæli: