föstudagur, nóvember 12, 2004

Yawning Chasm

er uppáhaldsleikurinn minn um þessar mundir.

Tæki og tól: margir blakboltar, einn körfubolti og flatur flötur.

Tilgangur: að vinna hitt liðið!

Framkvæmd: Fólkinu er skipt í 2 jafnstór lið og hver fær í sínar hendur blakbolta. Gerð er lína sitthvorum megin við flata flötinn og þurfa keppendur að vera fyrir innan línu síns liðs. Á miðju flatarins er settur körfubolti og planið er að koma honum yfir línu óvinaliðsins. Það er gert með því að reyna að skjóta blakboltanum í körfuboltann og einnig reyna að koma í veg fyrir að körfuboltinn komist inn fyrir línu þíns liðs með sama móti, sem sagt að koma körfuboltanum í burtu með því að skjóta blakboltanum í körfuboltann. Ef boltinn fer yfir línu óvinaliðsins, fær þitt lið stig. Og svona heldur þetta áfram þangað til að allir eru að niðurlútum komnir og geta ekki meir.

Niðurstaða: Æst mikið skemmtilegur leikur. Æst mikið.

Engin ummæli: