laugardagur, nóvember 13, 2004

Ég á hund

og hann er 10 ára í dag. Upp á það verður haldið með herlegheitum, nefnilega með kaffiboði með aragrúa af hnallþórum. Margt verður um manninn í þessu boði og eru foreldrar mínir búnir að búa til slædsjóv með myndum af helstu viðburðum í lífi hans. Fyrsta baðið, fyrsta leikfangið, fyrsta árásin á hann, fyrsta aðgerðin hans og svo fram eftir götunum. Vitaskuld fer afmælisbarnið í sparifötin, rauðu slaufuna sína. Í mannsárum er hann sjötugur í dag, áfangi sem ekki allir ná. Ég vil því hrópa þrefalt húrra fyrir honum Sókrates og bið þig, lesandi góður, að gera slíkt hið sama. Einn, tveir og: Húrra! Húrra!

Ekki var mögulegt að birta mynd af afmælisbarninu því að Hello á birtingarréttinn.

Engin ummæli: