sunnudagur, nóvember 14, 2004

Brjáluð vinnuhelgi

Föstudagur:
- full kona á fimmtugsaldri káfaði á lærinu á mér til þess eins að ég myndi láta hana fá eftirréttinn en ekki mann sem sat með henni á borðinu. Ég sló bara á hendina hennar og sagði: ,,Svona gerir þú ekki við stelpu sem gæti verið barnabarnið þitt!" Og hún steinþagði það sem eftir var kvöldsins.
- önnur full gömul kona ropaði svo framan í mig.
- ég var að labba framhjá skrifstofunni sem hefur að geyma tölvu og inn um rifu á hurðinni, sá ég annan danska kokkinn vera að horfa á klámmynd í tölvunni. Ég mun aldrei aftur líta á hann sömu augum.
- ég átti afar skrítið samtal við einn kokkinn sem ég er orðin hálfhrædd við:

Kokkur: Hvað heitir þú?
Ég: Ég er búin að segja þér það tvisvar áður.
K: Nei þú hefur sagt einhverjum öðrum það.
É: Nújæja. (undirgefni) Ég heiti Særún.
K: Pétur. Ertu í annarri vinnu?
É: Nei ég er í skóla.
K: Hvaða skóla?
É: MR
K: Ég á heima á Þingholtsstrætinu.
É: Jájá.

-Og ekki hætti það. Eftir vinnu þegar ég sat í makindum mínum að klæða mig í nýju skóna mína, tók hann annan skóinn og reyndi að klæða mig í hann. Ég veit ekki hvað er að þessum manni. Kannski hefur hann andað að sér of mikið af steikargufu.

Laugardagur:
- ég klessti á minn fyrsta hliðarspegil. En ég beygði hann bara til baka þannig að það reddaðist. Svo var þetta líka bara drusla.
- Brjálaði kokkurinn tók aftur til hendinni þetta kvöldið. Á meðan ég var að raða skítugum diskum í uppþvottadótið, beygði hann sig svona fram fyrir mig og horfði á mig. Ég setti vitaskuld upp undrunarsvip og þá sagði hann:

K: Nei bara að skoða. Ég er bogamaður, þess vegna er ég svona skrítinn.
É: Ég er líka bogamaður.

Svo gekk ég í burtu og forðaðist að tala við hann allt kvöldið.

Afsakið kvörtunarpistilinn, ég varð bara að létta þessu af mér. Nú líður mér miklu betur.

.

Þarna glittir í brjálaða kokkinn.

Engin ummæli: