þriðjudagur, október 19, 2004

Aegra sum

Ég er sem sagt veik. Málvísindapróf og þýskupróf á morgun en ég gef bara skít í þau. Bílpróf næsta mánudag ef ég verð ein af þeim heppnu og bætist ekki í hóp þeirra sem falla í fyrsta skipti.
Gleymdi að segja frá pöbbarölti helgarinnar á Hveragerði. Fyrst var haldið á Café Kiddu en þar var enginn nema hún æðabera Kidda. Því næst var það Snúllabar. Ég trúi því statt og stöðugt að eigandinn hafi skýrt barinn í höfuðið á kettinum sínum. En þar var trúbador sem kunni ekkert annað en Sódóma og svo festumst ég og Björk inni á klósetti en það var víst aldrei læst. Svo fórum við að lúlla. Reyndar 3 í sama rúmi sem er vafasamt...
Svo vil ég bara segja við fólkið sem var alltaf að pota í mig, hlæja að mér, taka myndir af mér og stíga á ristina á mér á pinnahæl á ballinu að þið megið bara hlaupa á vegg. Sömuleiðis fólkið sem gerir grín af þessari litlu bílferð minni. Þið eruð bara öfundsjúk!

Engin ummæli: