sunnudagur, október 17, 2004

Vasareiknaglens

Vasareiknar eru skemmtileg tól. En það er ekki einungis hægt að reikna með þeim, heldur einnig er hægt að hlæja að þeim. Hér koma nokkur dæmi sem hægt er að framkvæma með t.d. Casio reiknivélum:

- Pressa 2x á samasemtakkann (=) Þá stendur efst á skjánum: AnsAns
- Pressa á "svigi opnast" takkann, síðan á kommutakkann. Síðan á "svigi lokast" og endurtaka undanfarandi rullu. Þá kemur þetta: (.)(.) Þá ertu kominn með þessar fínu júllur til að dást að; þér að kostnaðarlausu.
- Pressa á "svigi opnast" og síðan á sinnummerkið x. Loka sviganum með "svigi lokast." Þá er útkoman (x) Og nú hefurðu beygjandi rassgat til að horfa á, daginn út og daginn inn.
- Svo þessi klassíski. Pressa á 170.55378. Svo einfaldlega snýrðu reiknivélinni 180° og þá hefurðu orðin Bless Óli. Góð kveðja ef þú þekkir einhvern Óla. Ég þekki nú bara leiðinlegan Óla þannig að ég þarf alveg örugglega ekki að nota þessa kveðju á næstunni.

Stærðfræði getur nefnilega líka verið skemmtileg krakkar.

Engin ummæli: