miðvikudagur, október 20, 2004

Lélegar auglýsingar eru margar

- Natuzzi sófaauglýsingin. Man ekki hvernig textinn er í laginu en hann er bara ömurlegur sem gerir það að verkum að auglýsingin er ömurleg. Selur örugglega fáa sófa sú auglýsing.

- Lazyboy auglýsing í Húsgagnahallarblaði. Þar er mynd af afar föngulegri konu, liggjandi í Latastráksstól MEÐ SÓPRANSAXÓFÓN! Hvað í ósköpunum er konan að gera með sópransaxófón í hægindastól? Er konan alveg spinnigal?

- Einhver tyggjóauglýsing. "Í hvert skipti sem ég fer með læðu, þá förum við alltaf að læðast, hehehehe!" Simmi í Idolinu segir þetta með algjörri perrarödd. Mig langar helst að gubba.

- Popptívíhlunka auglýsingarnar. Það er ekkert gaman að sjá Audda í bangsalíki, stynjandi með lafandi tungu og snertandi vafasama staði.

Eflaust hef ég séð fleiri lélegar auglýsingar en man þær bara ekki í augnablikinu. Ef þið munið eftir fleirum þá megið þið endilega deila þeim.

Engin ummæli: