Það var gaman í gær
Árshátíðin búin og ég held að ég hafi aldrei eytt jafn mörgum seðlum í einn dag en í gær. Kjóllinn minn rifnaði/sprakk sökum áfengistútnunar á maga og ekki verður hægt að laga það. Allt kvöldið var ég að ýja að því að kjólinn var að springa en enginn trúði mér. Svo sprakk hann þannig að ég segi bara FEIS! Týndi eyrnalokk móður minnar en fann eyrnalokk Bjarkar í staðinn. Það var súrsætt.
Ég ætla að segja ykkur sögu, dæmisögu um það hvað vinnustaðaeinelti getur verið andstyggilegt. Faðir minn er rafvirki og í mörg mörg ár hefur hann tekið með sér kaffi í vinnuna og forláta Smarties bolla sem ég átti þegar ég var lítil. Ég á hann eiginlega ennþá en pabbi er með hann í leigu. Einn góðan veðurdag hætti pabbi að taka með sér bollann í vinnuna og keypti sér nýjan bláan bolla. Sagði að sá gamli væri orðinn svo lúinn. Einu sinni kom svo vinnufélagi hans í heimsókn og spurði með hæðingstóni: ,,Hva, hvar er Smarties bollinn?" og hló svo dátt. Pabbi sagði honum bara að þegja og fór í fýlu. Ástæðan var nefnilega sú að vinnufélagarnir voru alltaf að stríða honum útaf bollanum. Hvílíkur barnaskapur!! Eftir þessa heimsókn neitaði pabbi að fara í vinnuna daginn eftir en mamma fékk hann til þess að skipta um skoðun. Nú segi ég stopp!! Vinnustaðaeinelti getur nefnilega drepið!!
Smarties getur líka drepið... sérstaklega af því að það er greinilega til Smarties áfengi og allir vita að áfengi drepur... líka kjóla.
föstudagur, febrúar 13, 2004
miðvikudagur, febrúar 11, 2004
TEITI Á NÆSTA LEYTI!
Börnin góð, árshátíð Framtíðarinnar er á morgun og ég er kát... skák og mát. Kjóllinn var keyptur fyrir hálfum mánuði og er þetta í fyrsta skipti sem ég mun sjást í kjól á almannafæri síðan á fermingadaginn minn. Þarna er því komin góð og gild ástæða fyrir því að skella sér á ballið... að sjá mig í kjól. Ærin skemmtun sú arna.
Fyrir síðustu árshátíð kom ég með nokkrar sveinbjargir (pikköpp línur) fyrir unga drengi en því miður sá ég ekki að þær voru notaðar í það skipti. Ég vil því gefa hnokkunum annað tækifæri og birti þær aftur. Njótið og notið:
1. Þú heitir Villi, Hilli eða bara jafnvel Lilli. Þú ert geeeeðveikur töffari og þú veist það! Þú sérð alveg mergjaða gellu sem þú diggar í tætlur! Þú gengur að henni með Súperman göngulaginu og Stifler lúkkið er að springa, það er svo yfirvegað. Þú vilt sýna henni að þú ert sannur MR-ingur, að þú ert gáfaður, að þú ert karlmaður sem kann að ríma. Þú segir við hana:
"Vantar þig snilla með tilla? Hringdu þá í Villa!"
Gellan fellur fyrir þér... á gólfið og þú flýgur með hana burt í Súperman búningnum, leggur hana á næsta ský og... tekur hana! Ef þetta virkar ekki, þá er stelpan annaðhvort heyrnarlaus eða dofin. Það getur gerst að þetta virki ekki strax en bíddu spakur. Hún kemur um hæl.
-------
2. Þú sérð gellu við barinn sem er að fá sér vatn. Þú ákveður að grípa tækifærið og vilt vera bæði fyndinn og sjarmerandi í senn. Þú gengur að henni, biður um vatn og á meðan það er á leiðinni, gjóir þú augunum til hennar og blikkar hana létt. *blikk* Ef hún horfir á þig, þá veistu að þú átt hana. Þegar þú ert komin með glasið í hendina snýrðu þér að henni og segir:
"Vissir þú að vatn er það hollasta sem til er fyrir fallega líkama eins og þinn?" (Skvettir vatninu yfir hana) "Núna mun kroppurinn þinn vera fallegur að eilífu!"
Stundum hefur það komið fyrir að hún verði svolítið reið, en óttastu ekki, hún verður ekki mikið reið. Ef það gerist er best að slá þessu upp í aðra pikköpp línu með því að bjóða henni skyrtuna þína til að þurrka sig. Svo má hjálpa henni með það að vild.
-------
Planið er að koma jafnfalleg heim og ég fór að heiman og verð ég því spök... sem lök.
Birt af Særún kl. 12:50 0 tuðituðituð
þriðjudagur, febrúar 10, 2004
Hver verður sjöþúsundasti gesturinn?
Vegleg verðlaun í boði því þetta gerist nú bara einu sinni á hverju bloggi.
Birt af Særún kl. 13:52 0 tuðituðituð
laugardagur, febrúar 07, 2004
Gaman...
... þegar tvífari fyrrverandi kærasta síns er í sama skóla og maður sjálfur.
Þetta er hann Þórarinn en hann er samt ekki nálægt því að vera jafn myndarlegur og umræddur fyrrverandi. Oh dear!
Birt af Særún kl. 20:31 0 tuðituðituð
Gallar Hafnarfjarðar:
- Framtíðarútvarpið FM 88,5 næst ekki hérna.
- Of stór höfn.
- Alltof mikið af Rússum sem hafa ekkert að gera nema drekka vodka.
- Er talinn vera bær álfanna en enginn hefur séð þessa álfa nema ein kona sem vinnur við það að telja fólki trú um að þeir séu til.
- Alltof margar 10-11 búðir.
- Rúmfatalagerinn hætti.
- Almenningssamgöngur í lamasessi.
- Það hefur engum tekist að búa til nýjan og fyndinn Hafnfirðingabrandara. S.s. Hafnfirðingabrandarar ekki lengur í tísku.
- Ljót verslunarmiðstöð ef verslunarmiðstöð mætti kalla.
- Hafnarfjörður er þriðja stærsta bæjarfélag landsins en enginn veit það. S.s. Hafnarfjörður ósýnilegur.
- Hafnarfjörður er sveit og ég verð að sætta mig við þá staðreynd.
- "Lag Hafnarfjarðar" er: Þú hýri Hafnarfjörður. Segir sig sjálft.
- Allir þekkja eða kannast við alla... á reyndar sín takmörk.
- Í Hafnarfirði eru 5 kirkjur en enginn fer í þær.
- Ég á heima þar.
Gatan mín
Birt af Særún kl. 16:26 0 tuðituðituð
föstudagur, febrúar 06, 2004
"Maður" vikunnar
Svampur Sveinsson (Sponge Bob)
Horfðu á þessa teiknimynd... eða deyðu!!
Birt af Særún kl. 16:16 0 tuðituðituð
miðvikudagur, febrúar 04, 2004
Ert þú komin/n með námsleiða af háu stigi?
Finnst þér leiðinlegt að glósa í tímum? Finnst þér glósurnar þínar ekkert spennandi? Viltu gera þær meira spennandi? Viltu gera þær fyndnar? Ef svo er, þá er ég með rétta svarið!
Ég var í stærðfræði í gær líkt og fjóra daga vikunnar og var komin með æluna upp í kok af leiðindum þangað til ég fann upp á aðferð til að gera glósurnar mínar áhugaverðari. Núna get ég ekki hætt að lesa glósurnar mínar og hlæ og hlæ í hvert skipti sem ég lít á þær. Núna elska ég líka glósur og árangur minn í skólanum hefur heldur betur náð að toga sig upp úr holræsinu. Hérna kemur dæmi með hinni nýju og endurbættu glósuaðferð:
Speiglun
Huxum okkur púngt og línu í hnidakervinu. Hægd er að huxa sjér að púngturinn eigji sjér speigilmynd handan við línuna.
Línan sem speiglað er um nebbnist samkvervuás/speiglunarás. Speigilmyndin sjálv kadlast samkverva.
Jabnsdæð födl
Ev grav fadls fedlur ovan í sjálvd sig við speiglun um ufsilon-ás er sagd að fadlið sjé jabnstætt.
Þedda mergjir að gravið sjé samkverfd um ufsilon-ásinn, eða að eggs-gildi með gagnsdæð fermergji gjevi sama fadlgildi.
----
Svei mér þá, ég get bara ekki hætt að hlæja enda er þetta svo skemmtilegt. Jafnvel stærðfræði getur orðið áhuaverð aðeins með því að skrifa hana eins og maður les hana. Af hverju datt engum þetta fyrr í hug? Ég bara veit það ekki.
Birt af Særún kl. 16:25 0 tuðituðituð
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
Á Sviðasultunni ríkir lýðræði...
... því ég hlusta á lýðinn og geri það sem hann segir. Lýðurinn var á báðum áttum um litaval á faxi mínu þannig að ég gerði bara 50/50. Annar helmingur faxins er þá dökkur og hinn ljós. Hér eftir, kallið þið mig Grimmhildi og helst Grámann.
Haha, mikið gaman - mikið grín því ég var að grínast. Myndi segja að ég sé svona semi-dökkhærð en auðvitað leynast ljósir lokkar inn á milli - ekki létt að fela ljóskuna innra með mér.
L fyrir lýðræði
J fyrir jólin
Ó fyrir óskhyggju
S fyrir sunnudaga
K fyrir kavíar
A fyrir Alfreð
Birt af Særún kl. 19:25 0 tuðituðituð
mánudagur, febrúar 02, 2004
Spurning dagsins
Á ég að láta lita hárið á mér dökkt á morgun?
Birt af Særún kl. 21:46 0 tuðituðituð
sunnudagur, febrúar 01, 2004
The Icelandic killer dog!
Um daginn fór hundurinn minn til læknis og fyrir góða hegðun fékk hann dagatal í verðlaun. Reyndar pissaði hann utan í stól en samt fékk hann verðlaun... skil það ekki alveg og ekki heldur af hverju hann fékk dagatal. Ekki eins og að hann geti spáð í því hvaða mánuður eða dagur sé. En þetta er flott dagatal, ekki hægt að neita því. Það er tileinkað íslenska fjárhundinum en ég hef oftar en ekki kallað hann The Icelandic killer dog því ég hef aðeins séð drápshliðina á þessari tegund í formi glefs, gelts og froðufellinga. Einkenni dráparans mikla, Hannibal voru einmitt líka svona er ég fer þó ekki svo langt að líkja honum og þessari tegund saman.
Þetta dagatal vakti samt furðu mína. Hver mánuður hefur sína mynd og já... af íslenska fjárhundinum. Voða flottar myndir og er hundurinn glæsilegur á alla kanta. Nöfnin á hundunum eru þó afar sérstök. Hérna koma nokkur dæmi:
Fyrirsæta janúarmánaðar: Bangsi (byrjar sakleysislega)
Fyrirsæta febrúarmánaðar: Keilis Hekla (S.s. tvö eldfjöll. Sniðugt)
Fyrirsæta marsmánaðar: Skessu Snjór (Nú jæja)
Fyrirsæta aprílmánaðar: Kersins Katla og Sunnusteins Muggur (Ha?)
Fyrirsæta maímánaðar: Stefsstells Fáni Ásgarður
Fyrirsæta októbermánaðar: Sindra Espa (Hún kann greinilega að espa hann Sindra. Grrr...)
Fyrirsæta nóvembermánaðar: Leiru Runa Gunn (Ha, amma?)
Fyrirsæta desembermánaðar: Dranga Röskva Frostrós
Ég er greinilega ekki nógu vel að mér í ættarnöfnum hunda en þetta er kannski... aðeins of mikið fancy pancy að mínu mati. Er ekki bara miklu betra að skíra gæludýrið sitt Jón eða Geirþrúði? Ég held það bara...
Birt af Særún kl. 19:39 0 tuðituðituð