Ef þú hefur ekkert að gera í kvöld...
Málmblásarasveitin Wonderbrass heldur sína fyrstu opinberlegu tónleika mánudaginn 18. ágúst í Hásölum Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Strandgötu 51 klukkan 20:30.
Wonderbrass samanstendur af 10 íslenskum brassmeyjum sem hafa nýverið lokið við 18 mánaða tónleikaferðalag með Björk Guðmundsdóttur.
Á efnisskránni má m.a. finna brassverk eftir G. Gabrielli, Chris Hazell, Pál Ísólfsson og fleiri.
Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir.
mánudagur, ágúst 18, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
já... sorry elskan að ég mætti ekki á tónleikana .. hefði verið gaman :) en ég var víst bara í háloftunum á meðan og lenti ekki á klakanum fyrren um 23 þetta sama kvöld ;)
en vonandi var rosa gaman :)
anywho - vildi bara láta þig vita að ég sakna þín líka og hlakka swaðalega til að sjá þig hvenær sem það verður (vonandi sem allra allra fyrst......) !
er að fara samt vestur um helgina hehe þannig að spurning hvort við ættum að láta reyna á næstu viku ? ;) tölum um það þegar nær dregur :D
knús og kossar á þig sæta stelpa - luv luv luv :D
Skrifa ummæli