mánudagur, júní 16, 2008

Þú ert að lesa

virkasta blogg heimssögunnar! Vó! (leisersjóv, glimmer og g-strengur)
Kjellan komin í hóp kúlaða fólksins og fékk sér tattú fyrir viku. Mega röff tattú, g-lykil á mjöðmina. Lítið tattú en töff tattú. Núna er það samt bara ljótt, allt að flagna og svona en það verður flottara seinna. Þá skal ég skella inn mynd af fegurðinni. Ég er ekki kölluð Særún Hardkor Pálmadóttir fyrir ekki neitt.

Öööö svo bara fer ég til París eftir sirka viku að spila eitt gigg sem verður örugglega tekið upp á VHS. Síðan fjölfaldað hjá Fjölföldun Valda og hægt að kaupa eintak á 500 kall í Kolaportinu frá 10-16 allar helgar það sem eftir er sumars. Svo náttúrast maður eitthvað í Laugardalnum og svo aftur til útlanda. Alltaf þetta fart á manni alltaf hreint.


Meira sexí en þú og pabbi til samans

Hætt þessu bulli og farin í gymmið að pumpa. Hver veit nema að ég flexi tattúinu í leiðinni. Fæ allavega nokkur kúl-stig fyrir það.

Tattrún

1 ummæli:

Unknown sagði...

Þú ert ágæt.....;)