Man Júnæted
Þá er sjöundi hluti þessa túrs hafinn og byrjaði hann með trompi eins og alltaf. Ég svaf massívt yfir mig fyrir flugið og ekki skánaði það þegar ég lenti hliðina á tveimur sveittum útlendingum í vélinni. Jæja, bið á Heathrow, uppáhalds samastað okkar allra og sirka 20 mínútna flug til Mansjester. Í fyrradag var svo giggað í Manchester Apollo tónleikasalnum og var megagóð stemming á liðinu. Pottþétt einhver fótboltakappinn í krádinu, nýkominn af æfingu og velsveittur.
Í gærmorgun svaf ég aftur smá yfir mig og rauk út til að fá mér morgunmat og nesti fyrir komandi 5 tíma löngu rútusetu til London. Í hótellobbínu mætti mér enginn annar en Árni Johnson í öllu sínu veldi, með svefnhnakka og allt. Ekki gat ég ímyndað mér hvað hann var að gera þarna en ákvað fljótt að hann væri gígantískur Bjarkaraðdáandi. Þegar ég kom aftur á hótelið heyrði ég íslensku út um allt, meira að segja í lyftunum. Mér var ekki farið að lítast á blikuna þegar ég mætti Þorsteini Joð á leiðinni niður og spurði hann því hvað allir þessir Íslendingar væru að gera á hótelinu. Hann tjáði mér að allt hótelið væri morandi í fótboltasjúkum Íslendingum á leið á Manchester United - Arsenal leik sem er í dag. Já, heimurinn er svo sannarlega lítill, líka í Stóra-Bretlandi þótt stórt sé.
Í dag verður gert eitthvað svakalega menningarlegt. Ekki nenni ég að versla. Nei djók. Og á morgun eru okkar fyrstu tónleikar hér í London af þremur í Hammersmith Apollo. Ég er með gesti og læti á öllum tónleikunum þannig að það verður nóg að gera hjá minni. Ég kveð því í bili með nokkrum sveittum nektarmyndum sem Hugh Hefner myndi eflaust borga fúlgu fjár fyrir að birta í blaðinu sínu:
Stelpurnar voru í krúttstuði á sándtékkinu
En ég og Benni minn ákváðum bara að tjilla
Harpa og Erla voru rútuferðinni fegnar
Maðurinn á hjólaleigunni misskildi mig aðeins…
Ég ætla að fá mér te og kex með marmelaði
-Saaaaeeeerún
sunnudagur, apríl 13, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
híhí velkomin út aftur ;)gott þú svafst ekki meira yfir þig en það að þú náðir fluginu ;)
fyndið með alla íslendingana .. það er nebbla einmitt yfirleitt þannig að þegar maður fer til útlanda þá er það síðasta sem mann langar að hitta - fleiri íslendinga.. nóg af þeim á íslandi ;)
anywho - stórt að frétta héðan - kíktu bara á bloggið mitt hehe :D
bið að heilsa þorsteini joð og árnanum vúhú ! hehe - farin í vinnuna ;) knús :*
p.s. sambýlis-starfsmennirnir eru alltaf að senda þér kveðju í gegnum mig ;)
kv. Tryggur Aðdáendason :)
Skrifa ummæli