Ó Japan
Síðustu tónleikar okkar í Tokyoborg voru á föstudaginn og gengu svona hrikalega vel. Krávdið var líka í aðeins meira stuði núna en síðast. Helgin að koma og svona. Daginn eftir var svo lestarferð hingað til Osaka og var þynnkan ferðafélagi flestra innanborðs. Nei ég segi svona.
Í Osaka var mikið gert en í gær fórum við nokkrar til Kyoto en það ferðalag tók aðeins hálftíma með hraðlest. Ferðinni var heitið í geisjuleit og sáum við nokkrar á vappi. Ætli þær haldi sig ekki innivið í snjókomu. Við fundum þó elsta musteri í Japan og fengum okkur smá göngutúr þar inni á sokkaleistunum en það má víst ekki fara inn á skónum. Musterið var þó ekki inni heldur úti þannig að tærnar okkar voru ansi kaldar og vorum við skónum fegnar að skoðunarferð lokinni. Þá vorum við orðnar svolítið þreyttar á snjónum þannig að við fórum bara til baka til Osaka. Smá rím svona í tilefni mánudagsins. Í gærkvöldi var okkur svo boðið í ekta japanskan kvöldverð í boði prómotorsins hérna í Japan. Allir þurftu að fara úr skónum enn og aftur setjast við pínulítið borð og á litla og lága stóla. Maturinn var mjög góður og er ég alltaf að meta sushi meira og meira þótt það sé mikið hlegið að prjónatækninni minni af sérfræðingum.
Á eftir spilum við svo hér í Osaka Castle Hall. Ekki amalegur kofi. Flogið til Hong Kong á morgun og vitiði hvað, bara vika þangað til við komum heim. Þessi túr er núna búinn að standa yfir í 6 vikur og er þreytan aldeilis farin að segja til sín meðal fólks hér. En það þýðir ekki að kvarta því þetta er jú vinnan okkar.
Seeerún kveður með vel völdu myndefni
Mark Bell átti afmæli og fékk þessa risaköku
Loftur kom í heimsókn
Japanarnir alltaf svo kurteisir og glaðir
Bara eins og í Kill Bill
Munkarnir voru jú tæknivæddir
Girnó?
Allir að springa úr gleði
mánudagur, febrúar 25, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hahahaha - já allir alveg að springa úr gleði á síðustu myndinni!
Skrifa ummæli